Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?

Jón Már Halldórsson



Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur raki er til staðar til að hann eigi ekki á hættu að þorna upp. Víða í Evrópu er Helix aspersa skæður í görðum þar sem hann eyðileggur ýmsar blómplöntur og grænmeti.

Þessir sniglar eru tvíkynja þannig að hver snigill hefur bæði karl- og kvenkyns kynfæri. Þegar tveir sniglar makast þá skiptast þeir einfaldlega á sæði. Rannsóknir hafa sýnt að slík mökun tekur venjulega frá 4 til 12 klukkustundum. Helix aspersa verpir venjulega 50 - 100 eggjum fjórum dögum síðar í rakan jarðveg. Eftir tvær vikur klekjast eggin og litlar eftirmyndir fullorðinna dýra skríða út og hefja sjálfstætt líf án afskipta „móður” sinnar. Ungviðin vaxa í tvö ár þangað til þau verða kynþroska.

Í þurrkum dregur snigillinn sig í kuðung sinn og seytir frá sér slím (mucus) sem síðar harðnar og myndar vörn sem hindrar það að snigillinn tapi vatni. Snigillinn getur lifað í slíku hýði í nokkrar vikur.

Myndir sýnir snigla af tegundinni Helix aspersa. Hún er fengin á heimasíðu snyrtivörufyrirtækis sem meðal annars notar slím snigilsins í vörur sínar!

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.7.2001

Spyrjandi

Valdimar Steinþórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1781.

Jón Már Halldórsson. (2001, 12. júlí). Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1781

Jón Már Halldórsson. „Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1781>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?


Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur raki er til staðar til að hann eigi ekki á hættu að þorna upp. Víða í Evrópu er Helix aspersa skæður í görðum þar sem hann eyðileggur ýmsar blómplöntur og grænmeti.

Þessir sniglar eru tvíkynja þannig að hver snigill hefur bæði karl- og kvenkyns kynfæri. Þegar tveir sniglar makast þá skiptast þeir einfaldlega á sæði. Rannsóknir hafa sýnt að slík mökun tekur venjulega frá 4 til 12 klukkustundum. Helix aspersa verpir venjulega 50 - 100 eggjum fjórum dögum síðar í rakan jarðveg. Eftir tvær vikur klekjast eggin og litlar eftirmyndir fullorðinna dýra skríða út og hefja sjálfstætt líf án afskipta „móður” sinnar. Ungviðin vaxa í tvö ár þangað til þau verða kynþroska.

Í þurrkum dregur snigillinn sig í kuðung sinn og seytir frá sér slím (mucus) sem síðar harðnar og myndar vörn sem hindrar það að snigillinn tapi vatni. Snigillinn getur lifað í slíku hýði í nokkrar vikur.

Myndir sýnir snigla af tegundinni Helix aspersa. Hún er fengin á heimasíðu snyrtivörufyrirtækis sem meðal annars notar slím snigilsins í vörur sínar!...