Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?

Jón Már Halldórsson

Lengi vel var talið að svefninn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið.

Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á hinum ýmsu hópum dýra með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra. Hins vegar er það hægara sagt en gert hjá jafn smáum dýrum og skordýrum. Í staðinn hafa vísindamenn rannsakað atferli flugna með því að taka það upp á myndband.

Sú flugnategund sem mest hefur verið rannsökuð er ávaxtaflugan Drosophila melanogaster en hún hefur í áratugi verið notuð mikið í erfðarannsóknir. Niðurstöður þessara atferlisrannsókna benda til að þessi tegund, og að öllum líkindum öll skordýr, sofi einhvern hluta sólahringsins. Vísindamennirnir giskuðu á að ávaxtaflugurnar sem athugaðar voru svæfu kringum 7 klukkustundir á sólahring. Á næturnar komu flugurnar sér fyrir á ákveðnum stöðum í búrinu og héldu þar til hreyfingalausar yfir nóttina. Einu hreyfingarnar voru stöku kippir í fótleggjunum. Á kvöldin virtust þær ekki vera eins örar í hreyfingum og á daginn og líklega má túlka það sem syfju. Hliðstæðar athuganir á kakkalökkum og býflugum gefa svipaðar niðurstöður.

Samkvæmt kenningum um orsakir svefns sem nú eru vinsælar er líklegt að uppsöfnun efnasambandsins adenósíns í heila spendýra framkalli syfju. Koffín virðist hafa hamlandi áhrif á virkni adenósíns og á það jafnt við hjá mönnum sem öðrum spendýrum að koffín vinnur gegn þreytu. Hið sama virðist eiga við um skordýr.

Meira má lesa um adenósín og svefn hér og hér.



Mynd: GenomeGateway

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.7.2001

Spyrjandi

Iðunn Garðarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2001, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1783.

Jón Már Halldórsson. (2001, 12. júlí). Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1783

Jón Már Halldórsson. „Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2001. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1783>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?
Lengi vel var talið að svefninn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið.

Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á hinum ýmsu hópum dýra með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra. Hins vegar er það hægara sagt en gert hjá jafn smáum dýrum og skordýrum. Í staðinn hafa vísindamenn rannsakað atferli flugna með því að taka það upp á myndband.

Sú flugnategund sem mest hefur verið rannsökuð er ávaxtaflugan Drosophila melanogaster en hún hefur í áratugi verið notuð mikið í erfðarannsóknir. Niðurstöður þessara atferlisrannsókna benda til að þessi tegund, og að öllum líkindum öll skordýr, sofi einhvern hluta sólahringsins. Vísindamennirnir giskuðu á að ávaxtaflugurnar sem athugaðar voru svæfu kringum 7 klukkustundir á sólahring. Á næturnar komu flugurnar sér fyrir á ákveðnum stöðum í búrinu og héldu þar til hreyfingalausar yfir nóttina. Einu hreyfingarnar voru stöku kippir í fótleggjunum. Á kvöldin virtust þær ekki vera eins örar í hreyfingum og á daginn og líklega má túlka það sem syfju. Hliðstæðar athuganir á kakkalökkum og býflugum gefa svipaðar niðurstöður.

Samkvæmt kenningum um orsakir svefns sem nú eru vinsælar er líklegt að uppsöfnun efnasambandsins adenósíns í heila spendýra framkalli syfju. Koffín virðist hafa hamlandi áhrif á virkni adenósíns og á það jafnt við hjá mönnum sem öðrum spendýrum að koffín vinnur gegn þreytu. Hið sama virðist eiga við um skordýr.

Meira má lesa um adenósín og svefn hér og hér.



Mynd: GenomeGateway

...