Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað?

Guðrún Kvaran

Sum orð, einkum töluorð og fornöfn, geta staðið ýmist hliðstætt, það er með nafnorði eða öðru fallorði, eða sérstætt, það er að segja að þau standa ein sér. Fornöfnin hvert og eitthvert eru notuð hliðstætt en hvað og eitthvað sérstætt.

Dæmi: „Hvert barnanna á hjólið?” „Eitthvert þessara barna á hjólið”. Hér eru fornöfnin notuð hliðstætt með nafnorðinu barn. Í dæmunum „Hvað er að?” „Er eitthvað bilað hjá þér?” eru þau aftur á móti notuð sérstætt.

Sama gildir um hvorugkyn fornafnsins nokkur sem er nokkuð, ef það er notað sérstætt, en nokkurt ef það er notað hliðstætt. Dæmi: „Nokkuð var um ólæti á skemmtuninni.” „Það er ekki nokkurt vit í þessu.”

Dæmi um töluorð eru: „Þrír menn tóku þátt í keppninni (hliðstætt), einn var dæmdur úr leik (sérstætt).”

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.7.2001

Spyrjandi

Steindór D. Jensen, f. 1987

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað? “ Vísindavefurinn, 13. júlí 2001. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1785.

Guðrún Kvaran. (2001, 13. júlí). Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1785

Guðrún Kvaran. „Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað? “ Vísindavefurinn. 13. júl. 2001. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1785>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær ber að nota hvert/eitthvert og hvenær hvað/eitthvað?
Sum orð, einkum töluorð og fornöfn, geta staðið ýmist hliðstætt, það er með nafnorði eða öðru fallorði, eða sérstætt, það er að segja að þau standa ein sér. Fornöfnin hvert og eitthvert eru notuð hliðstætt en hvað og eitthvað sérstætt.

Dæmi: „Hvert barnanna á hjólið?” „Eitthvert þessara barna á hjólið”. Hér eru fornöfnin notuð hliðstætt með nafnorðinu barn. Í dæmunum „Hvað er að?” „Er eitthvað bilað hjá þér?” eru þau aftur á móti notuð sérstætt.

Sama gildir um hvorugkyn fornafnsins nokkur sem er nokkuð, ef það er notað sérstætt, en nokkurt ef það er notað hliðstætt. Dæmi: „Nokkuð var um ólæti á skemmtuninni.” „Það er ekki nokkurt vit í þessu.”

Dæmi um töluorð eru: „Þrír menn tóku þátt í keppninni (hliðstætt), einn var dæmdur úr leik (sérstætt).”...