Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?

ÓPJ og ÞV

Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'.

Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnugt og merkir að verða á mistök eða skjátlast. Dæmi um þessa notkun orðasambandsins má meðal annars finna í Yfirskygðum stöðum eftir Halldór Laxness en þar stendur á einum stað:
Lýsíngar íslendíngasagna á ásatrú svo á Íslandi sem á Norðurlöndum hneigjast til að taka skakkan pól í hæðina af ósjálfráðum samanburði við hið kaþólska kennivald.

En sé mögulegt að taka skakkan pól í hæðina hlýtur líka mega taka réttan pól í hæðina og því rétt að segja ‘að taka réttan pól í hæðina’ en ekki ‘að taka rétta hæð í pólinn’.

Orðatiltækið vísar til þess þegar siglingafróðir menn mæla hæð himinpólsins eða Pólstjörnunnar til að segja til um landfræðilega breidd, en jafnframt geta þeir notað pólinn til að vísa sér á norður.

Heimildir:

Jón G. Friðjónsson, Mergur málsins, Örn og Örlygur 1993.

Orðabók Háskólans, ritmálsskrá.

Höfundar

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.7.2001

Spyrjandi

Inga Gylfadóttir

Tilvísun

ÓPJ og ÞV. „Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2001, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1794.

ÓPJ og ÞV. (2001, 17. júlí). Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1794

ÓPJ og ÞV. „Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2001. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?
Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'.

Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnugt og merkir að verða á mistök eða skjátlast. Dæmi um þessa notkun orðasambandsins má meðal annars finna í Yfirskygðum stöðum eftir Halldór Laxness en þar stendur á einum stað:
Lýsíngar íslendíngasagna á ásatrú svo á Íslandi sem á Norðurlöndum hneigjast til að taka skakkan pól í hæðina af ósjálfráðum samanburði við hið kaþólska kennivald.

En sé mögulegt að taka skakkan pól í hæðina hlýtur líka mega taka réttan pól í hæðina og því rétt að segja ‘að taka réttan pól í hæðina’ en ekki ‘að taka rétta hæð í pólinn’.

Orðatiltækið vísar til þess þegar siglingafróðir menn mæla hæð himinpólsins eða Pólstjörnunnar til að segja til um landfræðilega breidd, en jafnframt geta þeir notað pólinn til að vísa sér á norður.

Heimildir:

Jón G. Friðjónsson, Mergur málsins, Örn og Örlygur 1993.

Orðabók Háskólans, ritmálsskrá.

...