Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.

EMB

Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd).

Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Segja ekki”). Nöfn þeirra byggjast á orðaleik; viðskeytið zaru þýðir ‘ekki’ og er nauðalíkt orðinu saru sem merkir ‘api’.

Aparnir þrír hafa verið tengdir ýmsum trúarbrögðum í Japan og ekki er ljóst nákvæmlega hvaðan þeir eru upprunnir. Toshogu-musterið tilheyrir Shinto-trúarmönnum og víst er að apar gegna talsverðu hlutverki í Shinto-trú. Þó segja sumir apana vera upprunna í Kína og hafa borist til Japan með Búddamunki af Tendai-reglunni á 8. öld. Þar eru þeir tengdir þeim skilaboðum frá guðinum Vadjra að ef við hvorki sjáum, heyrum né segjum það sem illt er verði hinu illa haldið frá okkur. Að auki gegna aparnir hlutverki verndara í Koshin sem er einskonar þjóðtrú og á meðal annars rætur að rekja til taóisma. Koshin varð svo seinna fyrir áhrifum af búddisma. Elstu Koshin-styttur sem fundist hafa af öpunum þremur eru frá fyrri hluta 16. aldar.

Heimildir:

De Proverbio: Electronic Journal of International Proverb Studies.

" target="_blank">Phrase Finder.

Some notes about Koshin.

Mynd: Japönsk síða með myndum frá Nikko

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

17.7.2001

Spyrjandi

Þorsteinn Guðmundsson

Tilvísun

EMB. „Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun..“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2001, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1795.

EMB. (2001, 17. júlí). Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1795

EMB. „Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun..“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2001. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1795>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.
Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd).

Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Segja ekki”). Nöfn þeirra byggjast á orðaleik; viðskeytið zaru þýðir ‘ekki’ og er nauðalíkt orðinu saru sem merkir ‘api’.

Aparnir þrír hafa verið tengdir ýmsum trúarbrögðum í Japan og ekki er ljóst nákvæmlega hvaðan þeir eru upprunnir. Toshogu-musterið tilheyrir Shinto-trúarmönnum og víst er að apar gegna talsverðu hlutverki í Shinto-trú. Þó segja sumir apana vera upprunna í Kína og hafa borist til Japan með Búddamunki af Tendai-reglunni á 8. öld. Þar eru þeir tengdir þeim skilaboðum frá guðinum Vadjra að ef við hvorki sjáum, heyrum né segjum það sem illt er verði hinu illa haldið frá okkur. Að auki gegna aparnir hlutverki verndara í Koshin sem er einskonar þjóðtrú og á meðal annars rætur að rekja til taóisma. Koshin varð svo seinna fyrir áhrifum af búddisma. Elstu Koshin-styttur sem fundist hafa af öpunum þremur eru frá fyrri hluta 16. aldar.

Heimildir:

De Proverbio: Electronic Journal of International Proverb Studies.

" target="_blank">Phrase Finder.

Some notes about Koshin.

Mynd: Japönsk síða með myndum frá Nikko

...