Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþýsku Herberge í sömu merkingu. Að baki þýska orðinu liggja nafnorðið Heer 'her' og sögnin bergen 'bjarga'. Upprunaleg merking orðsins er því 'vistarvera, skýli, hernum til bjargar'.
Orðið stígvél, sem dæmi eru um frá 16. öld, á rætur að rekja til ítalska orðsins stivale 'sumarskór' sem aftur er komið úr miðaldalatínu aestvalis 'sumarlegur', sbr. latínu aests 'sumar'. Í forníslensku kemur fyrir orðið stýfill 'skór' sem svarar til dönsku støvle, færeysku stivli. Það orð er líklega komið í íslensku úr miðlágþýsku stevel. Hvort orðið stígvél hefur þróast úr stífill eða er síðar komið inn í málið sem ummyndað tökuorð úr støvle er ekki ljóst.
Sjá t.d. Íslenska orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, bls. 959.
Um orðsifjar orðsins herbergi má lesa nánar í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni:Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum.
Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1799.
Guðrún Kvaran. (2001, 18. júlí). Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1799
Guðrún Kvaran. „Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1799>.