Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?

Kesara Anamthawat-Jónsson

Plöntur breyta koltvíoxíði ekki beint í súrefni. Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti notað til að mynda kolvetni eða sykur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstillífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Ljóstillífun grænplantna gerist aðallega í grænukornum í frumum laufblaða. Aðrar lífverur geta líka ljóstillífað, eins og blágrænar bakteríur og þörungar í vatni og sjó.

Myndun einföldustu sykrunnar (þriggja kolvetna sameindarinnar PGA) er kölluð kolefnisbinding ljóstillífunar og gerist með hjálp ensímsins Rubisco í frumum. Kolefnisbinding er knúin af orkuefnunum ATP og NADPH sem mynduð eru með ljósferli ljóstillífunar. Ef grænukorn fá ekki ljós getur fruman ekki framleitt sykur með kolefnisbindingu. Plöntur nota sykur til að byggja upp kolvetni eins og súkrósa og sterkju, en kolvetnið sjálft er notað áfram í öllum efnaskiptum plantna.

Kolefnisbinding ljóstillífunar er frumframleiðsla jarðar. Aðrar lífverur, þar á meðal menn, lifa af þessu beint og óbeint. Einnig er kolefnisbinding ljóstillífunar vel þekkt fyrir að vera leið til að vega upp á móti koltvíoxíði í andrúmslofti og sjó vegna mengunar sem kemur meðal annars frá iðnaðarstarfsemi mannsins.

Myndun súrefnis er afleiðing ljóstillífunar eins og fyrr var getið. Þegar blaðgrænur (chlorophylls) í grænukornum gleypa (sólar)ljósið örvast þær eða espast og rafeindir (elektrónur) þeirra eru fluttar í efnakeðju og í leiðinni myndast orkuefnin ATP og NADPH sem notuð eru í kolefnisbindingu. Við þetta tapast rafeindir úr sérstökum blaðgrænusameindum en rafeindir sem losna við klofnun vatns fylla í skarðið. Við klofning vatnsins losnar meðal annars súrefni. Þetta súrefni er nýtt í öndun plöntufrumna eða dreifist út í loftið aftur.

Talið er að andrúmsloft jarðar hafi verið súrefnislaust fyrir 3,5 milljörðum ára, en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillífun örvera. Þegar súrefni barst út í andrúmsloftið hófst þróun flóknara lífvera, svo sem heilkjörnunga. Þörungar bættu við meira súrefni með ljóstillífun og síðan þróuðust grænar plöntur. Nú er súrefni um 20% í andrúmslofti eins og kunnugt er. Án ljóstillífunar værum við ekki til.

Sjá einnig svar við spurningunni "Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?" eftir sama höfund.

Höfundur

Kesara Anamthawat-Jónsson

prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ

Útgáfudagur

4.3.2000

Síðast uppfært

21.3.2023

Spyrjandi

Hrund Ólafsdóttir 15 ára

Tilvísun

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2000, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=180.

Kesara Anamthawat-Jónsson. (2000, 4. mars). Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=180

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2000. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?
Plöntur breyta koltvíoxíði ekki beint í súrefni. Með ljóstillífun grænna plantna er koltvíoxíð (CO2) úr andrúmslofti notað til að mynda kolvetni eða sykur. Um leið er vatnssameind (H2O) klofin í frumum til að halda uppi ljóstillífun og afleiðing þess er sú að súrefni (O2) losnar. Ljóstillífun grænplantna gerist aðallega í grænukornum í frumum laufblaða. Aðrar lífverur geta líka ljóstillífað, eins og blágrænar bakteríur og þörungar í vatni og sjó.

Myndun einföldustu sykrunnar (þriggja kolvetna sameindarinnar PGA) er kölluð kolefnisbinding ljóstillífunar og gerist með hjálp ensímsins Rubisco í frumum. Kolefnisbinding er knúin af orkuefnunum ATP og NADPH sem mynduð eru með ljósferli ljóstillífunar. Ef grænukorn fá ekki ljós getur fruman ekki framleitt sykur með kolefnisbindingu. Plöntur nota sykur til að byggja upp kolvetni eins og súkrósa og sterkju, en kolvetnið sjálft er notað áfram í öllum efnaskiptum plantna.

Kolefnisbinding ljóstillífunar er frumframleiðsla jarðar. Aðrar lífverur, þar á meðal menn, lifa af þessu beint og óbeint. Einnig er kolefnisbinding ljóstillífunar vel þekkt fyrir að vera leið til að vega upp á móti koltvíoxíði í andrúmslofti og sjó vegna mengunar sem kemur meðal annars frá iðnaðarstarfsemi mannsins.

Myndun súrefnis er afleiðing ljóstillífunar eins og fyrr var getið. Þegar blaðgrænur (chlorophylls) í grænukornum gleypa (sólar)ljósið örvast þær eða espast og rafeindir (elektrónur) þeirra eru fluttar í efnakeðju og í leiðinni myndast orkuefnin ATP og NADPH sem notuð eru í kolefnisbindingu. Við þetta tapast rafeindir úr sérstökum blaðgrænusameindum en rafeindir sem losna við klofnun vatns fylla í skarðið. Við klofning vatnsins losnar meðal annars súrefni. Þetta súrefni er nýtt í öndun plöntufrumna eða dreifist út í loftið aftur.

Talið er að andrúmsloft jarðar hafi verið súrefnislaust fyrir 3,5 milljörðum ára, en síðan hafi smám saman myndast súrefni við ljóstillífun örvera. Þegar súrefni barst út í andrúmsloftið hófst þróun flóknara lífvera, svo sem heilkjörnunga. Þörungar bættu við meira súrefni með ljóstillífun og síðan þróuðust grænar plöntur. Nú er súrefni um 20% í andrúmslofti eins og kunnugt er. Án ljóstillífunar værum við ekki til.

Sjá einnig svar við spurningunni "Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?" eftir sama höfund....