Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Mér vitanlega hefur ekki verið gerð á því aðgengileg könnun hversu mörg atkvæði orð í íslensku hafa að meðaltali. Aftur á móti rannsakaði Magnús Snædal dósent hversu mörg atkvæði geti verið í orði og birti hann niðurstöður sínar í tímaritinu Íslenskt mál 14:173-207 undir heitinu „Hve langt má orðið vera”. Könnun hans tók til orða sem voru átta atkvæði eða fleiri.
Helstu niðurstöður voru þær að orð má helst ekki vera lengra en átta atkvæði. Níkvæð orð heyra til undantekninga og tíkvæð orð eða lengri til algerra undantekninga. Tólf atkvæði virðist alger hámarkslengd (bls. 205). Í könnun Magnúsar kom fram að orðmyndir, sem eru sjö atkvæði, eru mun algengari en átta til tólfkvæðar myndir til samans.
Guðrún Kvaran. „Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1800.
Guðrún Kvaran. (2001, 18. júlí). Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1800
Guðrún Kvaran. „Hvað eru að jafnaði mörg atkvæði í orði í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1800>.