Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?

Ólafur Páll Jónsson

Upphaflega var spurt um tvennt:

Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga?

Hér er einungis svarað seinni spurningunni.

Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé rangt. Í siðfræði er gjarnan gerður greinarmunur þess sem er skylda manns að gera og hinu sem er lofsvert að maður geri án þess þó að það sé skylda manns. Það er, til að mynda, lofsvert að hjálpa barni yfir götu en það er ekki skylda manns. Láti maður undir höfuð leggjast að hjálpa barninu hefur maður ekki gert neitt af sér, breytni manns er ekki siðferðilega ámælisverð þótt maður gæti verið betri og hjálplegri einstaklingur. Á hinn bóginn er það skylda læknis að bera velferð sjúklings síns fyrir brjósti og þegar maður lofar einhverju leggur maður þá skyldu á herðar sér að efna það sem lofað var. Þegar manni ber siðferðileg skylda til að gera eitthvað en maður gerir það ekki þá er breytni manns siðferðilega ámælisverð, að minnsta kosti hafi maður ekki góða afsökun.

Þegar við höfum gert þennan greinarmun getum við spurt hvort það sé einungis lofsvert að hjálpa sveltandi fólki, eða hvort það sé skylda manns og þar með siðferðilega ámælisvert að gera það ekki. Það efast varla nokkur maður um að slík breytni sé lofsverð en er hún skylda okkar? Á sjöunda áratugnum færði ástralski heimspekingurinn Peter Singer rök að því að það sé ekki einungis lofsvert af okkur, sem höfum það nokkuð gott, að hjálpa fólki í neyð, heldur sé það beinlínis skylda okkar. Rök Singers byggjast á eftirfarandi þremur forsendum:

  1. Dauði og þjáningar vegna skorts á mat, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu er böl.

  2. Ef það er á okkar valdi að koma í veg fyrir böl án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum þá ber okkur siðferðileg skylda til að koma í veg fyrir slíkt böl.

  3. Við getum komið í veg fyrir slíkt böl án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum.

Af þessum þremur forsendum leiðir Singer eftirfarandi niðurstöðu.

Það er skylda okkar að hjálpa þeim sem búa við skort á mat, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu.

Ef röksemdafærsla Singers er rétt þá er ekki einungis lofsvert af okkur að hjálpa fólki sem býr við alvarlegan skort, það er beinlínis skylda okkar. Og ef það er skylda okkar er það siðferðilega ámælisvert að halda eftir peningum til léttvægrar eyðslu í stað þess að gefa þá til hjálparstofnanna.

En er röksemdafærslan rétt? Til að svara þessu er vert að huga að einföldu dæmi. Setjum sem svo að ég gangi framhjá tjörn og sjái að þar hefur lítið barn dottið út í og er að drukkna. Ég átta mig líka á að ég get hæglega vaðið út í tjörnina og dregið barnið upp á land, en þó einungis með því að bleyta fötin mín. Þar sem drukknun er böl en þurr föt eru ekki siðferðilega mikilsverð gæði þá er það skylda mín, samkvæmt forsendu tvö að ofan, að bjarga barninu. En hvað ef það er annar maður í sömu aðstöðu og ég? Væri það þá skylda okkar beggja að bjarga barninu? Þá vandast málið. Setjum sem svo að það sé skylda okkar beggja, en að hinn maðurinn verði fyrri til bjargar. Þar með hefur hann uppfyllt sína skyldu en ég brugðist minni. Það var skylda mín að bjarga barninu, ég gat bjargað barninu án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum, en ég gerði það ekki. Og þar með er breytni mín orðin siðferðilega ámælisverð, en það getur naumast verið rétt.

Eigum við kannski að segja að svo fremi að ég reyni að bjarga barninu þá uppfylli ég skyldu mína? Breytum þá dæminu lítillega. Setjum sem svo að barnið hangi í trjágrein en sé að missa takið. Og bætum við að við séum tveir í aðstöðu til að bjarga barninu, en að greinin beri ekki nema annan okkar. Þar með getu einungis annar okkar bjargað barninu, og sá sem ekki bjargar barninu gerir best í því að aðhafast ekkert. En ef hinn maðurinn bjargar barninu þá hef ég brugðist skyldu minni: Það var skylda mín að reyna að bjarga barninu, en ég reyndi ekki einu sinni að bjarga því og þar með hlýtur breytni mín að vera siðferðilega ámælisverð. Það getur naumast verið rétt því að ég gerði það sem var heillavænlegast í stöðunni.

Eigum við kannski að segja að það sé sameiginleg skylda okkar að bjarga barninu og að svo fremi annar okkar vinni verkið þá hafi hinn ekki brugðist skyldu sinni? Þar með væri það ekki skylda mín að bjarga barninu, heldur sameiginleg skylda okkar, og þá kannski á þann hátt að það hvíli sú skylda á okkur, hvorum um sig, að leggja okkar af mörkum til að bjarga barninu.

Ef við lítum til baka á spurninguna um það hvort okkur beri skylda til að hjálpa fólki í neyð þá virðist röksemdafærsla á borð við þá sem Peter Singer setur fram í besta falli renna stoðum undir að það sé einhverskonar hópskylda þeirra sem betur mega sín að hjálpa þeim sem líða skort og hörmungar. Það er þá ekki skylda hvers og eins að koma í veg fyrir slíkt böl þótt það geti verið skylda hvers og eins að leggja nokkuð af mörkum. Ef það er rétt þá erum við sem einstaklingar kannski ekki að bregðast skyldu okkar þótt við höldum eftir dágóðum fjárhæðum til léttvægrar eyðslu, svo fremi við leggjum okkar af mörkum til að lina bölið. En þá vaknar náttúrlega spurningin: Hversu mikið eigum við að leggja af mörkum?

Niðurstaðan er því í stuttu máli sú að það er ekki endilega rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur, en, ef önnur forsendan í röksemdafærslu Singers er rétt, þá er rangt að leggja ekkert af mörkum til að létta það böl sem hungurdauði er.

Heimildir:

Peter Singer, „Famine, Affluence, and Morality”, Philosopy and Public Affairs, 1. árg. 1972.Mynd: International Vegetarian Union (IVU)

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

18.7.2001

Spyrjandi

Sæmundur Oddsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur? “ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1801.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 18. júlí). Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1801

Ólafur Páll Jónsson. „Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur? “ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1801>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur í kringum okkur?
Upphaflega var spurt um tvennt:

Hver eru mörk græðginnar, hvenær hefur maður nóg? Vitað er að fólk sveltur í kringum okkur, er þá rangt að eiga peninga?

Hér er einungis svarað seinni spurningunni.

Fyrst skulum við huga að því hvað það þýði að segja um athöfn að hún sé röng, eða aðgerðarleysi að það sé rangt. Í siðfræði er gjarnan gerður greinarmunur þess sem er skylda manns að gera og hinu sem er lofsvert að maður geri án þess þó að það sé skylda manns. Það er, til að mynda, lofsvert að hjálpa barni yfir götu en það er ekki skylda manns. Láti maður undir höfuð leggjast að hjálpa barninu hefur maður ekki gert neitt af sér, breytni manns er ekki siðferðilega ámælisverð þótt maður gæti verið betri og hjálplegri einstaklingur. Á hinn bóginn er það skylda læknis að bera velferð sjúklings síns fyrir brjósti og þegar maður lofar einhverju leggur maður þá skyldu á herðar sér að efna það sem lofað var. Þegar manni ber siðferðileg skylda til að gera eitthvað en maður gerir það ekki þá er breytni manns siðferðilega ámælisverð, að minnsta kosti hafi maður ekki góða afsökun.

Þegar við höfum gert þennan greinarmun getum við spurt hvort það sé einungis lofsvert að hjálpa sveltandi fólki, eða hvort það sé skylda manns og þar með siðferðilega ámælisvert að gera það ekki. Það efast varla nokkur maður um að slík breytni sé lofsverð en er hún skylda okkar? Á sjöunda áratugnum færði ástralski heimspekingurinn Peter Singer rök að því að það sé ekki einungis lofsvert af okkur, sem höfum það nokkuð gott, að hjálpa fólki í neyð, heldur sé það beinlínis skylda okkar. Rök Singers byggjast á eftirfarandi þremur forsendum:

  1. Dauði og þjáningar vegna skorts á mat, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu er böl.

  2. Ef það er á okkar valdi að koma í veg fyrir böl án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum þá ber okkur siðferðileg skylda til að koma í veg fyrir slíkt böl.

  3. Við getum komið í veg fyrir slíkt böl án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum.

Af þessum þremur forsendum leiðir Singer eftirfarandi niðurstöðu.

Það er skylda okkar að hjálpa þeim sem búa við skort á mat, húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu.

Ef röksemdafærsla Singers er rétt þá er ekki einungis lofsvert af okkur að hjálpa fólki sem býr við alvarlegan skort, það er beinlínis skylda okkar. Og ef það er skylda okkar er það siðferðilega ámælisvert að halda eftir peningum til léttvægrar eyðslu í stað þess að gefa þá til hjálparstofnanna.

En er röksemdafærslan rétt? Til að svara þessu er vert að huga að einföldu dæmi. Setjum sem svo að ég gangi framhjá tjörn og sjái að þar hefur lítið barn dottið út í og er að drukkna. Ég átta mig líka á að ég get hæglega vaðið út í tjörnina og dregið barnið upp á land, en þó einungis með því að bleyta fötin mín. Þar sem drukknun er böl en þurr föt eru ekki siðferðilega mikilsverð gæði þá er það skylda mín, samkvæmt forsendu tvö að ofan, að bjarga barninu. En hvað ef það er annar maður í sömu aðstöðu og ég? Væri það þá skylda okkar beggja að bjarga barninu? Þá vandast málið. Setjum sem svo að það sé skylda okkar beggja, en að hinn maðurinn verði fyrri til bjargar. Þar með hefur hann uppfyllt sína skyldu en ég brugðist minni. Það var skylda mín að bjarga barninu, ég gat bjargað barninu án þess að fórna siðferðilega mikilsverðum gæðum, en ég gerði það ekki. Og þar með er breytni mín orðin siðferðilega ámælisverð, en það getur naumast verið rétt.

Eigum við kannski að segja að svo fremi að ég reyni að bjarga barninu þá uppfylli ég skyldu mína? Breytum þá dæminu lítillega. Setjum sem svo að barnið hangi í trjágrein en sé að missa takið. Og bætum við að við séum tveir í aðstöðu til að bjarga barninu, en að greinin beri ekki nema annan okkar. Þar með getu einungis annar okkar bjargað barninu, og sá sem ekki bjargar barninu gerir best í því að aðhafast ekkert. En ef hinn maðurinn bjargar barninu þá hef ég brugðist skyldu minni: Það var skylda mín að reyna að bjarga barninu, en ég reyndi ekki einu sinni að bjarga því og þar með hlýtur breytni mín að vera siðferðilega ámælisverð. Það getur naumast verið rétt því að ég gerði það sem var heillavænlegast í stöðunni.

Eigum við kannski að segja að það sé sameiginleg skylda okkar að bjarga barninu og að svo fremi annar okkar vinni verkið þá hafi hinn ekki brugðist skyldu sinni? Þar með væri það ekki skylda mín að bjarga barninu, heldur sameiginleg skylda okkar, og þá kannski á þann hátt að það hvíli sú skylda á okkur, hvorum um sig, að leggja okkar af mörkum til að bjarga barninu.

Ef við lítum til baka á spurninguna um það hvort okkur beri skylda til að hjálpa fólki í neyð þá virðist röksemdafærsla á borð við þá sem Peter Singer setur fram í besta falli renna stoðum undir að það sé einhverskonar hópskylda þeirra sem betur mega sín að hjálpa þeim sem líða skort og hörmungar. Það er þá ekki skylda hvers og eins að koma í veg fyrir slíkt böl þótt það geti verið skylda hvers og eins að leggja nokkuð af mörkum. Ef það er rétt þá erum við sem einstaklingar kannski ekki að bregðast skyldu okkar þótt við höldum eftir dágóðum fjárhæðum til léttvægrar eyðslu, svo fremi við leggjum okkar af mörkum til að lina bölið. En þá vaknar náttúrlega spurningin: Hversu mikið eigum við að leggja af mörkum?

Niðurstaðan er því í stuttu máli sú að það er ekki endilega rangt að eiga peninga þegar vitað er að fólk sveltur, en, ef önnur forsendan í röksemdafærslu Singers er rétt, þá er rangt að leggja ekkert af mörkum til að létta það böl sem hungurdauði er.

Heimildir:

Peter Singer, „Famine, Affluence, and Morality”, Philosopy and Public Affairs, 1. árg. 1972.Mynd: International Vegetarian Union (IVU)...