Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sjóbirtingur?

Jón Már Halldórsson



Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin.

Sjóbirtingar eru algengastir við vestur- og suðurströnd landsins og eru margar góðar sjóbirtingsár sem renna þar til sjávar. Má þar meðal annars nefna Brúará, Grenlæk, Hörgsá, Tunguá, Rangá og Hólsá. Á haustin (september/október) ganga þeir síðan aftur í árnar þar sem þeir ólust upp og hafa þar vetursetu en ganga á haf út á nýjan leik næst vor á eftir.

Annað afbrigði af lífsferli urriðans þekkist í íslenskri náttúru. Þá gengur urriðinn úr á í nærliggjandi stöðuvatn. Hann dvelur fyrstu ár ævi sinnar í ánni og þegar hann stækkar gengur hann síðan í stöðuvatn. Þar verður urriðinn fram að kynþroska en fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Slík urriðavötn eru algeng í íslenskri náttúru og má þar helst nefna Þingvallarvatn og Veiðivötn.


Mynd: Cornell University

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.7.2001

Spyrjandi

Þórður Jóhannsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er sjóbirtingur?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2001, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1802.

Jón Már Halldórsson. (2001, 18. júlí). Hvað er sjóbirtingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1802

Jón Már Halldórsson. „Hvað er sjóbirtingur?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2001. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1802>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sjóbirtingur?


Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin.

Sjóbirtingar eru algengastir við vestur- og suðurströnd landsins og eru margar góðar sjóbirtingsár sem renna þar til sjávar. Má þar meðal annars nefna Brúará, Grenlæk, Hörgsá, Tunguá, Rangá og Hólsá. Á haustin (september/október) ganga þeir síðan aftur í árnar þar sem þeir ólust upp og hafa þar vetursetu en ganga á haf út á nýjan leik næst vor á eftir.

Annað afbrigði af lífsferli urriðans þekkist í íslenskri náttúru. Þá gengur urriðinn úr á í nærliggjandi stöðuvatn. Hann dvelur fyrstu ár ævi sinnar í ánni og þegar hann stækkar gengur hann síðan í stöðuvatn. Þar verður urriðinn fram að kynþroska en fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Slík urriðavötn eru algeng í íslenskri náttúru og má þar helst nefna Þingvallarvatn og Veiðivötn.


Mynd: Cornell University

...