Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?

Agni Ásgeirsson

Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd).



Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirborðsins hitnar í 91-95°C. Farþegar verða áþreifanlega varir við þetta því að gluggar þotunnar verða mjög heitir viðkomu. Þessi yfirborðshitun hitar burðarvirki þotunnar í 90-100 °C sem veldur því að þotan lengist. Lenging þotunnar er um það bil 24 cm en ekki hálfur metri eins og spyrjandi heldur fram.

Til gamans má nefna að sökum þessarar lengingar er teppið á gólfi farþegarýmisins í Concord-þotum í mörgum hlutum. Í einu fyrsta tilraunafluginu var teppið lagt í einni lengju og rifnaði einfaldlega í sundur við lenginguna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Vefsetur Concorde

Concorde-Jet.com

Höfundur

verkfræðingur hjá Marel

Útgáfudagur

19.7.2001

Spyrjandi

Björn Egilsson, f. 1984

Tilvísun

Agni Ásgeirsson. „Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?“ Vísindavefurinn, 19. júlí 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1805.

Agni Ásgeirsson. (2001, 19. júlí). Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1805

Agni Ásgeirsson. „Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?“ Vísindavefurinn. 19. júl. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1805>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?
Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd).



Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirborðsins hitnar í 91-95°C. Farþegar verða áþreifanlega varir við þetta því að gluggar þotunnar verða mjög heitir viðkomu. Þessi yfirborðshitun hitar burðarvirki þotunnar í 90-100 °C sem veldur því að þotan lengist. Lenging þotunnar er um það bil 24 cm en ekki hálfur metri eins og spyrjandi heldur fram.

Til gamans má nefna að sökum þessarar lengingar er teppið á gólfi farþegarýmisins í Concord-þotum í mörgum hlutum. Í einu fyrsta tilraunafluginu var teppið lagt í einni lengju og rifnaði einfaldlega í sundur við lenginguna.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Vefsetur Concorde

Concorde-Jet.com

...