Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Austmaður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Það kemur heim og saman við notkun þess í sögunum en orðin Norðmenn og Noregsmenn koma einnig fyrir sem heiti á íbúum Noregs.

Alloft eru menn nefndir í Íslendingasögum sem virðast bera viðurnefnið Austmaður. Skilin milli viðurnefnis og almenns auðkennis eru þó oft mjög óljós en í nokkrum tilvikum virðist ljóst að um viðurnefni er að ræða eins og Eyvindur Austmaður, Geiri Austmaður, Hrafn Austmaður, Hávarður Austmaður og Þórir Austmaður. Fleiri dæmi eru þó um að menn séu sagðir Austmenn án þess að um viðurnefni sé að ræða.

Sjá um þetta efni grein Guðrúnar Kvaran: „Nöfn 'Austmanna' í Íslendingasögum”. Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1994, bls. 269-276.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.7.2001

Spyrjandi

Hannes Hauksson, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er Austmaður?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1809.

Guðrún Kvaran. (2001, 20. júlí). Hvað er Austmaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1809

Guðrún Kvaran. „Hvað er Austmaður?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1809>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Austmaður?
Orðið Austmaður var í íslenskum fornsögum haft um menn frá Noregi. Í orðabók Johans Fritzners (Ordbog over det gamle norske sprog, I. bindi, bls. 100) er sú skýring við orðið Austmaður að það sé notað um menn sem bjuggu í austri og tekur Fritzner fram að Íslendingar hafi með þessu orði almennt átt við Norðmenn. Það kemur heim og saman við notkun þess í sögunum en orðin Norðmenn og Noregsmenn koma einnig fyrir sem heiti á íbúum Noregs.

Alloft eru menn nefndir í Íslendingasögum sem virðast bera viðurnefnið Austmaður. Skilin milli viðurnefnis og almenns auðkennis eru þó oft mjög óljós en í nokkrum tilvikum virðist ljóst að um viðurnefni er að ræða eins og Eyvindur Austmaður, Geiri Austmaður, Hrafn Austmaður, Hávarður Austmaður og Þórir Austmaður. Fleiri dæmi eru þó um að menn séu sagðir Austmenn án þess að um viðurnefni sé að ræða.

Sjá um þetta efni grein Guðrúnar Kvaran: „Nöfn 'Austmanna' í Íslendingasögum”. Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 1994, bls. 269-276....