Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Sennilegustu skýringuna er að finna í ásýnd tunglsins. Fullt tunglið með gígum sínum er ekki ósvipað holóttum, kringlóttum osti. Kyrrláta kvöldstund, endur fyrir löngu, hefur einhver starað á tunglið og hugsað með sér: „Þetta er nú bara eins og ostur” og svo bent fleirum á þetta. Hitt er svo ekki ósennilegra að fleirum hafi dottið í hug að líkja tunglinu við ost, einmitt vegna þess að það er áþekkt osti að sjá.

Fjölda tilvitnana má finna þar sem tunglinu er líkt við ost. Eina slíka er til dæmis að finna í riti enska leikskáldsins John Heywood (u.þ.b. 1497-1580), Proverbes, frá árinu 1546: „The moon is made of a greene cheese.” („Tunglið er gert úr grænum osti.”) Þarna er orðið greene, eða grænn, væntanlega notað í merkingunni 'nýr, ferskur' fremur en að átt sé við grænan lit. Nokkrum árum áður sagði franski rithöfundurinn Francois Rabelais (1494-1553) frá risanum Gargantúa sem í bernsku hélt að tunglið væri raunverulega úr grænum osti.

Ósennilegt verður að teljast að sú trú hafi nokkurn tíma verið útbreidd, nema kannski meðal ungra barna, að tunglið væri í raun og veru úr osti. Að öllum líkindum hefur fólk leikið sér að því að líkja tunglinu við ost og sett saman ýmsar sögur þar að lútandi. Þó virðist sú saga ganga á netinu að árið 1988 hafi 13% Bandaríkjamanna haldið að tunglið væri úr osti. Heimildirnar sem fundust fyrir þessu voru þó ekki mjög áreiðanlegar og sagan verður því að teljast óstaðfest.

Einnig virðast margir hafa það fyrir satt að fólk „í gamla daga” hafi trúað að tunglið væri úr osti. Erfitt er að finna áreiðanlegar heimildir til marks um það en margar heimildir má finna sem gefa til kynna að kenningin um að tunglið sé úr osti hafi þótt ótrúleg. Þessari ranghugmynd okkar um meinta fávisku fyrri alda svipar að nokkru til hugmyndarinnar um flata jörð sem rædd er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?

Í frásögn sinni af Gargantúa er Rabelais að lýsa villimannlegum háttum hans. Að hann telji tunglið vera úr osti er haft til marks um fáfræði hans og það gefur til kynna að frönskum almenningi á 16. öld hafi einmitt þótt augljóst að tunglið sé ekki úr osti. Fleiri dæmi eru til um að sú trú að tunglið sé úr osti sé sögð augljós fjarstæða, til dæmis í riti Englendingsins John Wilkins frá 1638, New World.

Enn þann dag í dag eru samdar sögur um ostinn í tunglinu. Í leirbrúðumyndinni A Grand Day Out eftir Nick Park ákveða félagarnir Wallace og Gromit að fara til tunglsins að ná sér í ost þar sem allur ostur er upp urinn heima hjá þeim. Þegar til tunglsins er komið gæða þeir sér á osti sem líkist engum sem þeir hafa smakkað áður (sjá mynd).

Heimildir:

The Straight Dope

Cromarty Courthouse Museum

Bartleby.com

Vefsetur Wallace og Gromit

Mynd af Wallace fengin hér

Til gamans má svo benda á eftirfarandi vefsíðu þar sem skjálftahraði bergs á tunglinu er borinn saman við skjálftahraða bergtegunda á jörðinni annars vegar og skjálftahraða osttegunda hins vegar: http://www.crosswinds.net/~pignut/cheese.html

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

23.7.2001

Spyrjandi

Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1814.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 23. júlí). Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1814

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1814>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er talað um að tunglið sé úr osti?
Sennilegustu skýringuna er að finna í ásýnd tunglsins. Fullt tunglið með gígum sínum er ekki ósvipað holóttum, kringlóttum osti. Kyrrláta kvöldstund, endur fyrir löngu, hefur einhver starað á tunglið og hugsað með sér: „Þetta er nú bara eins og ostur” og svo bent fleirum á þetta. Hitt er svo ekki ósennilegra að fleirum hafi dottið í hug að líkja tunglinu við ost, einmitt vegna þess að það er áþekkt osti að sjá.

Fjölda tilvitnana má finna þar sem tunglinu er líkt við ost. Eina slíka er til dæmis að finna í riti enska leikskáldsins John Heywood (u.þ.b. 1497-1580), Proverbes, frá árinu 1546: „The moon is made of a greene cheese.” („Tunglið er gert úr grænum osti.”) Þarna er orðið greene, eða grænn, væntanlega notað í merkingunni 'nýr, ferskur' fremur en að átt sé við grænan lit. Nokkrum árum áður sagði franski rithöfundurinn Francois Rabelais (1494-1553) frá risanum Gargantúa sem í bernsku hélt að tunglið væri raunverulega úr grænum osti.

Ósennilegt verður að teljast að sú trú hafi nokkurn tíma verið útbreidd, nema kannski meðal ungra barna, að tunglið væri í raun og veru úr osti. Að öllum líkindum hefur fólk leikið sér að því að líkja tunglinu við ost og sett saman ýmsar sögur þar að lútandi. Þó virðist sú saga ganga á netinu að árið 1988 hafi 13% Bandaríkjamanna haldið að tunglið væri úr osti. Heimildirnar sem fundust fyrir þessu voru þó ekki mjög áreiðanlegar og sagan verður því að teljast óstaðfest.

Einnig virðast margir hafa það fyrir satt að fólk „í gamla daga” hafi trúað að tunglið væri úr osti. Erfitt er að finna áreiðanlegar heimildir til marks um það en margar heimildir má finna sem gefa til kynna að kenningin um að tunglið sé úr osti hafi þótt ótrúleg. Þessari ranghugmynd okkar um meinta fávisku fyrri alda svipar að nokkru til hugmyndarinnar um flata jörð sem rædd er í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er upp og hvað niður í veröldinni samkvæmt Biblíunni annars vegar og raunvísindum hins vegar?

Í frásögn sinni af Gargantúa er Rabelais að lýsa villimannlegum háttum hans. Að hann telji tunglið vera úr osti er haft til marks um fáfræði hans og það gefur til kynna að frönskum almenningi á 16. öld hafi einmitt þótt augljóst að tunglið sé ekki úr osti. Fleiri dæmi eru til um að sú trú að tunglið sé úr osti sé sögð augljós fjarstæða, til dæmis í riti Englendingsins John Wilkins frá 1638, New World.

Enn þann dag í dag eru samdar sögur um ostinn í tunglinu. Í leirbrúðumyndinni A Grand Day Out eftir Nick Park ákveða félagarnir Wallace og Gromit að fara til tunglsins að ná sér í ost þar sem allur ostur er upp urinn heima hjá þeim. Þegar til tunglsins er komið gæða þeir sér á osti sem líkist engum sem þeir hafa smakkað áður (sjá mynd).

Heimildir:

The Straight Dope

Cromarty Courthouse Museum

Bartleby.com

Vefsetur Wallace og Gromit

Mynd af Wallace fengin hér

Til gamans má svo benda á eftirfarandi vefsíðu þar sem skjálftahraði bergs á tunglinu er borinn saman við skjálftahraða bergtegunda á jörðinni annars vegar og skjálftahraða osttegunda hins vegar: http://www.crosswinds.net/~pignut/cheese.html

...