Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir guð „Guð”?Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dönsku gud. Það var notað þegar til forna í vesturgermönskum málum um guð kristinna manna, til dæmis fornháþýsku got, fornensku og fornsaxnesku gud, og í gotnesku, eina austurgermanska málinu, var myndin guþ. Í þýsku er orðið nú Gott og í ensku god.

Goð/guð er germanskt orð að uppruna og eru tengsl við aðrar indóevrópska málaflokka óljós.Mynd: HB

Útgáfudagur

25.7.2001

Spyrjandi

Eva Þorbjörg Ellertsdóttir, f. 1990

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir guð „Guð”?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2001. Sótt 16. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1817.

Guðrún Kvaran. (2001, 25. júlí). Af hverju heitir guð „Guð”? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1817

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir guð „Guð”?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2001. Vefsíða. 16. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1817>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.