Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?

Ármann Jakobsson



Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, bróðir hans, eru oft nefndir saman, en Ólafur ritaði þriðju málfræðiritgerðina (meðal annars um mælskulist) og Knýtlinga sögu.

Frillusynir Þórðar Sturlusonar fengu ekki arfs til jafns við Böðvar, skilgetinn son hans, en Sturla erfði ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, og þótti það mikið fé. Sturla fékk þó ekki að njóta þess, þar sem föðurbróðir hans, Snorri Sturluson (1179-1241) sló eign sinni á það. Ekki urðu þó langvinn illindi milli þeirra og Sturla kann að hafa verið alinn upp hjá Snorra að hluta. Fóstbróðir hans var Klængur Bjarnason, fóstri Snorra.

Árið 1238 var Sturla með frænda sínum, Sturlu Sighvatssyni, fram að Örlygsstaðabardaga. 1241-42 fylgdi hann Órækju, syni Snorra Sturlusonar, í hefndarför eftir Snorra. Síðar var hann í liði Þórðar kakala Sighvatssonar en fylgdi honum þó ekki í Flóabardaga.

Sturla var lögsögumaður 1251-53. Það ár sættist hann við Gissur Þorvaldsson og gengu börn þeirra að eigast og var brúðkaupið haldið að Flugumýri. Það hlaut þó harmræn lok þar sem ráðist var á menn þar með vopnum og eldi. Kona Gissurar og synir létu þar lífið en sjálfur slapp hann lífs. Síðar varð Sturla lendur maður Gissurar sem þá var orðinn jarl en seinna tók Hrafn Oddsson við þeim mannaforráðum. Fór þá Sturla að Hrafni en mistókst. Eftir það fór Sturla utan til Noregs, hugsanlega í fyrsta sinn. Var hann þá í ónáð en tókst að snúa öllu sér í hag, komast í mjúkinn hjá konungi og varð konunglegur hirðsagnaritari.

Árið 1271 kom Sturla út til Íslands með nýja lögbók, Járnsíðu. Líklegt virðist að hann sjálfur hafi átt þátt í samningu hennar. Árið 1272 varð hann lögmaður og þar með æðsti embættismaður á Íslandi. Var hann lögmaður yfir öllu landinu en síðar varð hann lögmaður norðan og vestan allt fram til 1282. Hann þótti ekki standa sig vel í starfi, lítið gagn er sagt að honum og hann þótti skjóta málum til annarra. Honum er illa borin sagan í Árnasögu byskups. Lögbók hans þótti ekki heldur vel heppnuð og árið 1281 fengu landsmenn nýja lögbók, Jónsbók. Á hinn bóginn má líklegt þykja að Sturla hafi unnið mörg önnur stórvirki á þeim árum sem hann var lögmaður.

Meginheimildin um ævi Sturlu sagnaritara er Sturlunga. Hún var tekin saman í upphafi 14. aldar. Sá sem gerði það var sennilega Þórður Narfason (d. 1308) sem var skyldur konu Sturlu. Í safnritinu er Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson, enda segir í Sturlungu: „Treystum vér honum bæði vel til vits og einurðar að segja frá, því hann vissa eg alvitrastan og hófsamastan.“ Vera má að Sturla hafi lagt drög að Sturlungusafninu en vitað er að Þórður dvaldi hjá Sturlu veturinn 1271-72.

Annað verk sem Sturla mun hafa ritað er Hákonar saga Hákonarsonar og samdi hann hana að ósk Magnúsar konungs Hákonarsonar 1264-65. Þá samdi hann sögu Magnúsar Hákonarsonar konungs en af henni eru aðeins varðveitt brot. Þá er ein gerð Landnámabókar kennd við Sturlu sagnaritara og honum hafa meðal annars verið eignaðar Kristnisaga og Grettissaga.

Kona Sturlu var Helga Narfadóttir og mun hann hafa fengið hennar fyrir árið 1240. Dóttir þeirra var Ingibjörg sem gefin var Halli Gissurarsyni en hann lést í Flugumýrarbrennu. Önnur börn þeirra voru Þórður, Guðný og Snorri. Þórður var prestur en Snorri þótti uppivöðslusamur. Seinustu árin bjó Sturla á Fagurey á Breiðafirði sem hafði verð lengi í eigu þeirra feðga. Þar lést hann 30. júlí 1284.

Mynd:

Höfundur

Ármann Jakobsson

prófessor við íslensku- og menningardeild HÍ

Útgáfudagur

27.7.2001

Spyrjandi

Einar Hjaltested

Tilvísun

Ármann Jakobsson. „Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?“ Vísindavefurinn, 27. júlí 2001, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1818.

Ármann Jakobsson. (2001, 27. júlí). Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1818

Ármann Jakobsson. „Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?“ Vísindavefurinn. 27. júl. 2001. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1818>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?


Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, bróðir hans, eru oft nefndir saman, en Ólafur ritaði þriðju málfræðiritgerðina (meðal annars um mælskulist) og Knýtlinga sögu.

Frillusynir Þórðar Sturlusonar fengu ekki arfs til jafns við Böðvar, skilgetinn son hans, en Sturla erfði ömmu sína, Guðnýju Böðvarsdóttur, og þótti það mikið fé. Sturla fékk þó ekki að njóta þess, þar sem föðurbróðir hans, Snorri Sturluson (1179-1241) sló eign sinni á það. Ekki urðu þó langvinn illindi milli þeirra og Sturla kann að hafa verið alinn upp hjá Snorra að hluta. Fóstbróðir hans var Klængur Bjarnason, fóstri Snorra.

Árið 1238 var Sturla með frænda sínum, Sturlu Sighvatssyni, fram að Örlygsstaðabardaga. 1241-42 fylgdi hann Órækju, syni Snorra Sturlusonar, í hefndarför eftir Snorra. Síðar var hann í liði Þórðar kakala Sighvatssonar en fylgdi honum þó ekki í Flóabardaga.

Sturla var lögsögumaður 1251-53. Það ár sættist hann við Gissur Þorvaldsson og gengu börn þeirra að eigast og var brúðkaupið haldið að Flugumýri. Það hlaut þó harmræn lok þar sem ráðist var á menn þar með vopnum og eldi. Kona Gissurar og synir létu þar lífið en sjálfur slapp hann lífs. Síðar varð Sturla lendur maður Gissurar sem þá var orðinn jarl en seinna tók Hrafn Oddsson við þeim mannaforráðum. Fór þá Sturla að Hrafni en mistókst. Eftir það fór Sturla utan til Noregs, hugsanlega í fyrsta sinn. Var hann þá í ónáð en tókst að snúa öllu sér í hag, komast í mjúkinn hjá konungi og varð konunglegur hirðsagnaritari.

Árið 1271 kom Sturla út til Íslands með nýja lögbók, Járnsíðu. Líklegt virðist að hann sjálfur hafi átt þátt í samningu hennar. Árið 1272 varð hann lögmaður og þar með æðsti embættismaður á Íslandi. Var hann lögmaður yfir öllu landinu en síðar varð hann lögmaður norðan og vestan allt fram til 1282. Hann þótti ekki standa sig vel í starfi, lítið gagn er sagt að honum og hann þótti skjóta málum til annarra. Honum er illa borin sagan í Árnasögu byskups. Lögbók hans þótti ekki heldur vel heppnuð og árið 1281 fengu landsmenn nýja lögbók, Jónsbók. Á hinn bóginn má líklegt þykja að Sturla hafi unnið mörg önnur stórvirki á þeim árum sem hann var lögmaður.

Meginheimildin um ævi Sturlu sagnaritara er Sturlunga. Hún var tekin saman í upphafi 14. aldar. Sá sem gerði það var sennilega Þórður Narfason (d. 1308) sem var skyldur konu Sturlu. Í safnritinu er Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson, enda segir í Sturlungu: „Treystum vér honum bæði vel til vits og einurðar að segja frá, því hann vissa eg alvitrastan og hófsamastan.“ Vera má að Sturla hafi lagt drög að Sturlungusafninu en vitað er að Þórður dvaldi hjá Sturlu veturinn 1271-72.

Annað verk sem Sturla mun hafa ritað er Hákonar saga Hákonarsonar og samdi hann hana að ósk Magnúsar konungs Hákonarsonar 1264-65. Þá samdi hann sögu Magnúsar Hákonarsonar konungs en af henni eru aðeins varðveitt brot. Þá er ein gerð Landnámabókar kennd við Sturlu sagnaritara og honum hafa meðal annars verið eignaðar Kristnisaga og Grettissaga.

Kona Sturlu var Helga Narfadóttir og mun hann hafa fengið hennar fyrir árið 1240. Dóttir þeirra var Ingibjörg sem gefin var Halli Gissurarsyni en hann lést í Flugumýrarbrennu. Önnur börn þeirra voru Þórður, Guðný og Snorri. Þórður var prestur en Snorri þótti uppivöðslusamur. Seinustu árin bjó Sturla á Fagurey á Breiðafirði sem hafði verð lengi í eigu þeirra feðga. Þar lést hann 30. júlí 1284.

Mynd:...