Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?

ÓPJ

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum náttúrusteinum, en svo nefnast einu nafni þeir steinar sem búa yfir töframætti. Þar er meðal annars sagt frá lausnarsteininum. Helsti kostur lausnarsteinsins er að hann leysir konu „sem á gólfi liggur vel og skjótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort leggja hann á kvið hennar eða henni er gefið vatn, aðrir segja volgt franskvín hvítt að drekka, sem steinninn hefur legið í eða verið skafinn í”.

Lausnarsteinninn er því mikið þing, en það er ekki hlaupið að því að koma höndum yfir hann. Til að komast yfir lausnarstein þarf maður að fara í arnarhreiður á Vítusmessunótt, sem er 15. júní, og múlbinda ungana sem þar eru ófleygir. Þegar assan finnur ungana þannig stadda dregur hún allskonar náttúrusteina í hreiðrið sem hún heldur að geti létt múlnum af ungunum. Loks kemur hún með lausnarsteininn, sem hún ber að nefi unganna og losnar þá um múlinn. En nú þarf að hafa skjótar hendur, því ef maður nær ekki steininum á þessu augnabliki þá fer assan aftur með hann á fertugt djúp og sekkur honum þar niður á botn. En komist maður yfir lausnarstein, þarf að gæta hans vel svo hann varðveiti náttúru sína. Steininn skal geyma í hveiti og vefja hann í óbornu hvítu lérefti eða líknarbelg.

Jón Árnason segir enn fremur frá því að steinarnir hafi verið tvenns konar. „Sumir hafa ætlað, að steinar þessir væru aðrir hvatir en hinir blauðir, og ungi hinir blauðu aftur öðrum út af sér.” Úr hverju lausnarsteinninn er kemur ekki fram í þjóðsögunum, en Jón Árnason tilgreinir að Eggert Ólafsson hafi talið að það sem kallað hafi verið lausnarsteinn sé alls ekki steinn heldur “ávöxtur eða hnot af tré (Mimosa scandens) sem rekur hér og hvar upp með öðrum rekavið á Vesturlandi”.

Heimild:

Náttúrusögur, úrval úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, Óskar Halldórsson sá um útgáfuna, Reykjavík 1975.Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

30.7.2001

Spyrjandi

Sesselja Guðmundsdóttir

Tilvísun

ÓPJ. „Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2001. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1821.

ÓPJ. (2001, 30. júlí). Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1821

ÓPJ. „Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2001. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1821>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum náttúrusteinum, en svo nefnast einu nafni þeir steinar sem búa yfir töframætti. Þar er meðal annars sagt frá lausnarsteininum. Helsti kostur lausnarsteinsins er að hann leysir konu „sem á gólfi liggur vel og skjótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort leggja hann á kvið hennar eða henni er gefið vatn, aðrir segja volgt franskvín hvítt að drekka, sem steinninn hefur legið í eða verið skafinn í”.

Lausnarsteinninn er því mikið þing, en það er ekki hlaupið að því að koma höndum yfir hann. Til að komast yfir lausnarstein þarf maður að fara í arnarhreiður á Vítusmessunótt, sem er 15. júní, og múlbinda ungana sem þar eru ófleygir. Þegar assan finnur ungana þannig stadda dregur hún allskonar náttúrusteina í hreiðrið sem hún heldur að geti létt múlnum af ungunum. Loks kemur hún með lausnarsteininn, sem hún ber að nefi unganna og losnar þá um múlinn. En nú þarf að hafa skjótar hendur, því ef maður nær ekki steininum á þessu augnabliki þá fer assan aftur með hann á fertugt djúp og sekkur honum þar niður á botn. En komist maður yfir lausnarstein, þarf að gæta hans vel svo hann varðveiti náttúru sína. Steininn skal geyma í hveiti og vefja hann í óbornu hvítu lérefti eða líknarbelg.

Jón Árnason segir enn fremur frá því að steinarnir hafi verið tvenns konar. „Sumir hafa ætlað, að steinar þessir væru aðrir hvatir en hinir blauðir, og ungi hinir blauðu aftur öðrum út af sér.” Úr hverju lausnarsteinninn er kemur ekki fram í þjóðsögunum, en Jón Árnason tilgreinir að Eggert Ólafsson hafi talið að það sem kallað hafi verið lausnarsteinn sé alls ekki steinn heldur “ávöxtur eða hnot af tré (Mimosa scandens) sem rekur hér og hvar upp með öðrum rekavið á Vesturlandi”.

Heimild:

Náttúrusögur, úrval úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, Óskar Halldórsson sá um útgáfuna, Reykjavík 1975.Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands ...