Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?

Sævar Helgi Bragason

Spurningin í heild var svona:
Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?
Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hins vegar hálfskuggi (penumbra) en innan hans sést hluti sólar og er hann því ekki eins dimmur. Flestir sjá tunglmyrkva aðeins þegar tunglið fer inn í alskuggann en það tímabil nefnist alskuggatímabilið. Þegar alskuggatímabilið hefst virðist hluta tunglsins vanta á það.

Til eru þrenns konar tunglmyrkvar sem fara eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Ef tunglið fer alveg inn í alskuggann verður almyrkvi (á ensku total eclipse) eins og í janúar 2001. Ef aðeins hluti tunglsins fer í gegnum alskuggann fáum við svokallaðan deildarmyrkva (á ensku partial eclipse). Oftast fer tunglið hins vegar aðeins inn í hálfskuggann og fáum við þá hálfskuggamyrkva (á ensku penumbral eclipse). Þegar slíkur myrkvi á sér stað er enginn hluti tunglsins algjörlega skyggður. Flestir taka ekki eftir hálfskuggamyrkva því tunglið virðist einungis aðeins dimmara en venjulega þótt fullt sé.

Til eru þrenns konar tunglmyrkvar sem fara eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar.

Ef þú stæðir á tunglinu meðan tunglmyrkvi stendur yfir væri sólin falin á bak við jörðina. Þó sæist smá sólarljós í gegnum þunnan hring í gufuhvolfinu umhverfis jörðina, rétt eins og þú sérð sólarljós í gegnum hár á manneskju sem stendur milli þín og sólar. Svolítið sólarljós nær því til tunglsins og því hverfur það ekki algjörlega sjónum okkar. Mestur hluti þess sólarljóss sem fer í gegnum þennan örþunna hring á gufuhvolfinu er rautt, þar sem það tvístrast síður en hinir litirnir, og af því leiðir að tunglið virðist rautt á meðan á almyrkva stendur. Þegar myndir af tunglmyrkvum eru skoðaðar sést rauði liturinn aðeins þegar tunglið er í alskugganum um miðbik myrkvans, en ekki í síðari hlutanum því þá er tunglið að færast úr alskugganum og rauði liturinn hefur dofnað verulega. Rauðleiki tunglsins fer þó eftir því hversu hreinn lofthjúpurinn er; til dæmis sást rauður litur ekki í tunglmyrkva í júní árið 1992 því árið áður hafði Pinatubofjall á Filippseyjum gosið og spúið ösku upp í lofthjúpinn sem hindraði sólarljósið.

Hægt er að sjá tunglmyrkva frá allri næturhlið jarðar. Tunglmyrkvi verður nefnilega þegar sólin og tunglið eru hvort sínu megin við jörðina. Lengd tunglmyrkva ræðst af því hvort tunglið ferðast beint gegnum alskuggann miðjan og er hraði tunglsins í gegnum skuggann um 1 km á sekúndu. Það þýðir að almyrkvi getur staðið í allt að 1 klukkustund og 42 mínútur en til samanburðar var lengd almyrkvans 9. janúar síðastliðinn 1 klukkustund og 2 mínútur. Tunglmyrkvar eru mun algengari en sólmyrkvar sem verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á lítið svæði á jörðinni.

Almyrkvi á tungli sést að meðaltali á 2 til 3 ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Mest geta þrír almyrkvar á tungli orðið á einu ári en slíkt er þó mjög sjaldgæft. Síðast gerðist það 1982, og sáust þá tveir af þremur frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.

Heimildir:

Kaufmann, W.J., og Freedman, R.A.: Universe, 5. útgáfa. New York: W. H. Freeman & Company. 1998.

Almanak Háskóla Íslands



Mynd: HB

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

2.8.2001

Síðast uppfært

28.7.2018

Spyrjandi

Finnur Malmquist

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2001, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1823.

Sævar Helgi Bragason. (2001, 2. ágúst). Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1823

Sævar Helgi Bragason. „Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2001. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1823>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kemur rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkva en ekki líka í fyrri?
Spurningin í heild var svona:

Tunglmyrkvi 9. janúar 2001. Hvers vegna kom rauð slikja í seinni hluta tunglmyrkvans (pen umbra), 9. janúar 2001, en ekki líka í fyrri?
Skugga jarðar er skipt í tvo hluta: annars vegar er alskuggi (á ensku umbra), sem er dimmasti hluti skuggans og innan hans sést sólin alls ekki, og hins vegar hálfskuggi (penumbra) en innan hans sést hluti sólar og er hann því ekki eins dimmur. Flestir sjá tunglmyrkva aðeins þegar tunglið fer inn í alskuggann en það tímabil nefnist alskuggatímabilið. Þegar alskuggatímabilið hefst virðist hluta tunglsins vanta á það.

Til eru þrenns konar tunglmyrkvar sem fara eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar. Ef tunglið fer alveg inn í alskuggann verður almyrkvi (á ensku total eclipse) eins og í janúar 2001. Ef aðeins hluti tunglsins fer í gegnum alskuggann fáum við svokallaðan deildarmyrkva (á ensku partial eclipse). Oftast fer tunglið hins vegar aðeins inn í hálfskuggann og fáum við þá hálfskuggamyrkva (á ensku penumbral eclipse). Þegar slíkur myrkvi á sér stað er enginn hluti tunglsins algjörlega skyggður. Flestir taka ekki eftir hálfskuggamyrkva því tunglið virðist einungis aðeins dimmara en venjulega þótt fullt sé.

Til eru þrenns konar tunglmyrkvar sem fara eftir því hvernig tunglið færist inn í skugga jarðar.

Ef þú stæðir á tunglinu meðan tunglmyrkvi stendur yfir væri sólin falin á bak við jörðina. Þó sæist smá sólarljós í gegnum þunnan hring í gufuhvolfinu umhverfis jörðina, rétt eins og þú sérð sólarljós í gegnum hár á manneskju sem stendur milli þín og sólar. Svolítið sólarljós nær því til tunglsins og því hverfur það ekki algjörlega sjónum okkar. Mestur hluti þess sólarljóss sem fer í gegnum þennan örþunna hring á gufuhvolfinu er rautt, þar sem það tvístrast síður en hinir litirnir, og af því leiðir að tunglið virðist rautt á meðan á almyrkva stendur. Þegar myndir af tunglmyrkvum eru skoðaðar sést rauði liturinn aðeins þegar tunglið er í alskugganum um miðbik myrkvans, en ekki í síðari hlutanum því þá er tunglið að færast úr alskugganum og rauði liturinn hefur dofnað verulega. Rauðleiki tunglsins fer þó eftir því hversu hreinn lofthjúpurinn er; til dæmis sást rauður litur ekki í tunglmyrkva í júní árið 1992 því árið áður hafði Pinatubofjall á Filippseyjum gosið og spúið ösku upp í lofthjúpinn sem hindraði sólarljósið.

Hægt er að sjá tunglmyrkva frá allri næturhlið jarðar. Tunglmyrkvi verður nefnilega þegar sólin og tunglið eru hvort sínu megin við jörðina. Lengd tunglmyrkva ræðst af því hvort tunglið ferðast beint gegnum alskuggann miðjan og er hraði tunglsins í gegnum skuggann um 1 km á sekúndu. Það þýðir að almyrkvi getur staðið í allt að 1 klukkustund og 42 mínútur en til samanburðar var lengd almyrkvans 9. janúar síðastliðinn 1 klukkustund og 2 mínútur. Tunglmyrkvar eru mun algengari en sólmyrkvar sem verða þegar tunglið gengur fyrir sólina og varpar skugga á lítið svæði á jörðinni.

Almyrkvi á tungli sést að meðaltali á 2 til 3 ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Mest geta þrír almyrkvar á tungli orðið á einu ári en slíkt er þó mjög sjaldgæft. Síðast gerðist það 1982, og sáust þá tveir af þremur frá Reykjavík, en næst gerist það árið 2485.

Heimildir:

Kaufmann, W.J., og Freedman, R.A.: Universe, 5. útgáfa. New York: W. H. Freeman & Company. 1998.

Almanak Háskóla Íslands



Mynd: HB...