Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”.
Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdalsmanninum, Homo sapiens neanderthalensis, heldur dó neanderdalsmaðurinn út fyrir um 30 þúsund árum án þess að þróast frekar. Gen sem við berum geta því ekki verið upprunnin hjá neanderdalsmanninum þar sem við erum ekki afkomendur hans.
Hitt er auðvitað mögulegt að þetta tiltekna gen, hvort sem um er að ræða eitt gen eða fleiri, hafi einnig verið að finna meðal neanderdalsmanna og að uppruni þess sé þá hjá sameiginlegum forföður nútímamanna og neanderdalsmanna.
Mynd: HB