Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”.

Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdalsmanninum, Homo sapiens neanderthalensis, heldur dó neanderdalsmaðurinn út fyrir um 30 þúsund árum án þess að þróast frekar. Gen sem við berum geta því ekki verið upprunnin hjá neanderdalsmanninum þar sem við erum ekki afkomendur hans.

Hitt er auðvitað mögulegt að þetta tiltekna gen, hvort sem um er að ræða eitt gen eða fleiri, hafi einnig verið að finna meðal neanderdalsmanna og að uppruni þess sé þá hjá sameiginlegum forföður nútímamanna og neanderdalsmanna.Mynd: HB

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

5.8.2001

Spyrjandi

Arna Sigurðardóttir

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2001. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1826.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2001, 5. ágúst). Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1826

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2001. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1826>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að genið sem veldur rauðu hári, ljósri húð og freknum komi frá neanderdalsmanninum?
Svarið við þessu hlýtur að vera „nei”.

Eins og fram kemur í svari Einars Árnasonar við Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"? og svari Haraldar Ólafssonar við Hvaða dýr veiddi neanderdalsmaðurinn? er nútímamaðurinn, Homo sapiens sapiens, ekki kominn af neanderdalsmanninum, Homo sapiens neanderthalensis, heldur dó neanderdalsmaðurinn út fyrir um 30 þúsund árum án þess að þróast frekar. Gen sem við berum geta því ekki verið upprunnin hjá neanderdalsmanninum þar sem við erum ekki afkomendur hans.

Hitt er auðvitað mögulegt að þetta tiltekna gen, hvort sem um er að ræða eitt gen eða fleiri, hafi einnig verið að finna meðal neanderdalsmanna og að uppruni þess sé þá hjá sameiginlegum forföður nútímamanna og neanderdalsmanna.Mynd: HB...