Sólin Sólin Rís 10:11 • sest 17:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:30 • Sest 08:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 14:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:50 • Síðdegis: 21:09 í Reykjavík

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?

Þjóðskrá Íslands og Þorsteinn Vilhjálmsson

Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi.

Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári eða að meðaltali 15-30 á dag. Sjálfsagt koma þó fyrir dagar þar sem fæðingar eru fleiri en 30 en þær ná þó aldrei 79 talsins. Þess vegna duga tveggja stafa tölurnar 20-99 ríflega til að greina milli þeirra sem fæddir eru á sama degi.

Samkvæmt þessu þyrfti kennitalan ekki að vera nema 8 stafir til þess að engar tvær tölur væru eins. Þó þarf að gæta að því að tveir menn geta verið fæddir á sama degi en á mismunandi öldum, til dæmis 10.09.2009 og 10.09.1909. Þess vegna er síðasti stafur kennitölunnar látinn tákna öldina. Hann er núna annaðhvort 9 eða 0 en tekur gildið 1 fyrir þá sem fæðast árin 2100-2199, 2 fyrir árin 2200-2299 og svo koll af kolli.

Í kerfum sem þessu þykir æskilegt að hafa svokallaða vartölu, það er að segja tölu sem gefur til kynna að villa hafi orðið í tölunni, til að mynda í innslætti. Níundi stafurinn í kennitölum okkar gegnir þessu hlutverki. Hann er ákveðinn út frá fyrstu 8 tölunum með aðferð sem nefnist Modulus 11. Hér á eftir er sýnt hvernig þessi aðferð verkar fyrir kennitölur.

Fæðingardagur manns er til dæmis 12. janúar 1960, sex fyrstu tölustafirnir í kennitölunni eru því 120160, það er dagur, mánuður og ár (stytt í 2 tölustafi). Næstu tveir tölustafir (kallaðir raðtala) hafa enga merkingu og er þeim alla jafna úthlutað í röð frá og með 20, til dæmis 120160-33. Því næst er vartalan (öryggistalan) reiknuð út en hún má vera á bilinu 0 til 9. Þetta er gert með því að margfalda talnaröðina frá hægri til vinstri með 2-7 eins og hér er sýnt:

12 01 60 33
x x x x x x x x
3 2 7 6 5 4 3 2
3 4 0 6 30 0 9 6

Niðurstöðutölurnar eru síðan lagðar saman og útkoman er 58. Deilt er í summuna með 11. 58 : 11 = 5 og vantar þá 3 til að dæmið gangi upp. Loks er afgangurinn (talan 3) dreginn frá 11, það er 11 - 3 = 8. Vartalan er því 8 og fyrstu níu stafir kennitölunnar verða 120160-338.

Ef enginn afgangur verður þegar deilt er í summuna með 11 er vartalan alltaf 0.

Sé afgangur 10 í meintri kennitölu er einhver vitleysa í fæðingardegi eða í fyrstu tveimur stöfunum í kennitölunni, samanber það sem áður var sagt um vartöluna, modulus-aðferðina og villur í innslætti.

Áður er kennitala er gefin út af Þjóðskrá Íslands er vartalan reiknuð. Ef niðurstaðan er 10 þá er vartalan ónothæf. Er þá raðtalan hækkuð um einn og ný vartala reiknuð út þar til gild vartala finnst.

Heimildir:


Vísindavefurinn þakkar Gunnlaugi Bollasyni réttmæta athugasemd við fyrri gerð þessa svars, og vonar að hún sé hér með tekin til greina.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.3.2000

Spyrjandi

Bjarni Eggertsson

Tilvísun

Þjóðskrá Íslands og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2000. Sótt 31. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=183.

Þjóðskrá Íslands og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 6. mars). Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=183

Þjóðskrá Íslands og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2000. Vefsíða. 31. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=183>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða síðustu fjórir tölustafirnir í íslensku kennitölunni til?
Barn fætt á Íslandi fær sjálfvirkt úthlutað kennitölu frá Þjóðskrá Íslands um leið og það er skráð í tölvukerfi fæðingarstofnunar. Aðrir fá kennitölu úthlutað sjálfvirkt um leið og þeir eru skráðir. Kennitala er reiknuð út frá fæðingardegi.

Um þessar mundir er fjöldi fæðinga á Íslandi á bilinu 5-10 þúsund á ári eða að meðaltali 15-30 á dag. Sjálfsagt koma þó fyrir dagar þar sem fæðingar eru fleiri en 30 en þær ná þó aldrei 79 talsins. Þess vegna duga tveggja stafa tölurnar 20-99 ríflega til að greina milli þeirra sem fæddir eru á sama degi.

Samkvæmt þessu þyrfti kennitalan ekki að vera nema 8 stafir til þess að engar tvær tölur væru eins. Þó þarf að gæta að því að tveir menn geta verið fæddir á sama degi en á mismunandi öldum, til dæmis 10.09.2009 og 10.09.1909. Þess vegna er síðasti stafur kennitölunnar látinn tákna öldina. Hann er núna annaðhvort 9 eða 0 en tekur gildið 1 fyrir þá sem fæðast árin 2100-2199, 2 fyrir árin 2200-2299 og svo koll af kolli.

Í kerfum sem þessu þykir æskilegt að hafa svokallaða vartölu, það er að segja tölu sem gefur til kynna að villa hafi orðið í tölunni, til að mynda í innslætti. Níundi stafurinn í kennitölum okkar gegnir þessu hlutverki. Hann er ákveðinn út frá fyrstu 8 tölunum með aðferð sem nefnist Modulus 11. Hér á eftir er sýnt hvernig þessi aðferð verkar fyrir kennitölur.

Fæðingardagur manns er til dæmis 12. janúar 1960, sex fyrstu tölustafirnir í kennitölunni eru því 120160, það er dagur, mánuður og ár (stytt í 2 tölustafi). Næstu tveir tölustafir (kallaðir raðtala) hafa enga merkingu og er þeim alla jafna úthlutað í röð frá og með 20, til dæmis 120160-33. Því næst er vartalan (öryggistalan) reiknuð út en hún má vera á bilinu 0 til 9. Þetta er gert með því að margfalda talnaröðina frá hægri til vinstri með 2-7 eins og hér er sýnt:

12 01 60 33
x x x x x x x x
3 2 7 6 5 4 3 2
3 4 0 6 30 0 9 6

Niðurstöðutölurnar eru síðan lagðar saman og útkoman er 58. Deilt er í summuna með 11. 58 : 11 = 5 og vantar þá 3 til að dæmið gangi upp. Loks er afgangurinn (talan 3) dreginn frá 11, það er 11 - 3 = 8. Vartalan er því 8 og fyrstu níu stafir kennitölunnar verða 120160-338.

Ef enginn afgangur verður þegar deilt er í summuna með 11 er vartalan alltaf 0.

Sé afgangur 10 í meintri kennitölu er einhver vitleysa í fæðingardegi eða í fyrstu tveimur stöfunum í kennitölunni, samanber það sem áður var sagt um vartöluna, modulus-aðferðina og villur í innslætti.

Áður er kennitala er gefin út af Þjóðskrá Íslands er vartalan reiknuð. Ef niðurstaðan er 10 þá er vartalan ónothæf. Er þá raðtalan hækkuð um einn og ný vartala reiknuð út þar til gild vartala finnst.

Heimildir:


Vísindavefurinn þakkar Gunnlaugi Bollasyni réttmæta athugasemd við fyrri gerð þessa svars, og vonar að hún sé hér með tekin til greina.

...