Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Eins og fram kemur í svari ÞV við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? þá er kuldi eiginlega ekki sjálfstæður eiginleiki, heldur eingöngu skortur á hita. Því má líka segja að kuldi leiti í öfuga stefnu við hita. En eins og fram kemur hér á eftir er það ekki nákvæmlega rétt að varmi eða hiti leiti alltaf upp á við.

Þegar heitt loft leitar upp flyst kalt loft venjulega niður á við á móti, og sama gildir um kalt og heitt vatn. Þetta gerist vegna þess að heita straumefnið er léttara í sér, hefur minni eðlismassa, en það kalda. Fyrirbærið nefnist varmaburður og er ein af þremur tegundum varmaflutnings. Um þær er fjallað nánar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Þegar varmi leitar út um útvegg á húsi má vissulega segja að kuldi leiti inn á móti þó að með því sé í rauninni engu bætt við fyrri lýsinguna. En sú tegund varmaflutnings sem hér um ræðir nefnist varmaleiðing. Þriðja tegundin er svo varmageislun en með henni flyst varmi frá hlut sem er heitari en umhverfið og hann kólnar. Sjálfsagt má þá líka taka svo til orða að kuldi sé að flytjast til hlutarins.

Bæði í varmaleiðingu og varmageislun getur varmi flust frá einum hlut til annars og sá flutningur er þá frá heitari hlut til kaldari. Þá má segja að hiti flytjist til kaldari hluta og kuldi til heitari hluta.



Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

12.8.2001

Spyrjandi

Guðmundur Gíslason

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1833.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 12. ágúst). Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1833

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1833>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef varmi/hiti leitar upp, leitar kuldi þá eitthvað?
Eins og fram kemur í svari ÞV við spurningunni Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi? þá er kuldi eiginlega ekki sjálfstæður eiginleiki, heldur eingöngu skortur á hita. Því má líka segja að kuldi leiti í öfuga stefnu við hita. En eins og fram kemur hér á eftir er það ekki nákvæmlega rétt að varmi eða hiti leiti alltaf upp á við.

Þegar heitt loft leitar upp flyst kalt loft venjulega niður á við á móti, og sama gildir um kalt og heitt vatn. Þetta gerist vegna þess að heita straumefnið er léttara í sér, hefur minni eðlismassa, en það kalda. Fyrirbærið nefnist varmaburður og er ein af þremur tegundum varmaflutnings. Um þær er fjallað nánar í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru katlar, pottar og hitakönnur yfirleitt gljáandi að utan?

Þegar varmi leitar út um útvegg á húsi má vissulega segja að kuldi leiti inn á móti þó að með því sé í rauninni engu bætt við fyrri lýsinguna. En sú tegund varmaflutnings sem hér um ræðir nefnist varmaleiðing. Þriðja tegundin er svo varmageislun en með henni flyst varmi frá hlut sem er heitari en umhverfið og hann kólnar. Sjálfsagt má þá líka taka svo til orða að kuldi sé að flytjast til hlutarins.

Bæði í varmaleiðingu og varmageislun getur varmi flust frá einum hlut til annars og sá flutningur er þá frá heitari hlut til kaldari. Þá má segja að hiti flytjist til kaldari hluta og kuldi til heitari hluta.



Mynd: HB...