Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi?

Helgi Gunnlaugsson

Árið 1939 vakti þáverandi forseti bandarísku afbrotafræðisamtakanna Edwin Sutherland fyrst athygli á viðskiptabrotum í setningarræðu sinni á ársþingi bandarískra afbrotafræðinga.

Hugtakið "hvítflibbabrot" (white collar crime) kom þar fyrst fram í ræðu hans en hefur síðan orðið vel þekkt á Vesturlöndum. Brot af þessu tagi fela í stuttu máli í sér misnotkun á mikilvægri valdastöðu til ólögmæts ávinnings. Rannsóknir á hvítflibbabrotum hafa verið viðamiklar á síðustu áratugum, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir sérhæft sig á þessu sviði. Fræðimenn eru almennt sammála um að viðskiptabrot séu meðal þeirra alvarlegustu í samfélaginu. Þetta sjónarmið tengist áhrifum brotanna á samfélagið, áhrifum sem talin eru í það minnsta jafn alvarleg, ef ekki alvarlegri en áhrif hefðbundinna glæpa á borð við þjófnaði, rán, ofbeldi og jafnvel manndráp.

Tjón samfélagsins vegna viðskiptabrota er ekki eingöngu fjárhagslegt, heldur einnig heilsufarslegt og er jafnframt talið draga úr siðferðisvitund borgaranna. Efnahagslegt tjón birtist á margvíslegan hátt og er talið mun meira en hlýst af venjulegum strætisbrotum. Ólögmætt samráð um verð, vörusvik og brot á lögum um einokun og hringamyndanir eru fáein dæmi um tjón af þessum toga. Heilsutjón birtist í því hvernig fyrirtæki, ýmist vísvitandi eða af vanrækslu, valda starfstengdum dauðsföllum sem eru talin umtalsvert fleiri en þeirra sem deyja fyrir morðingjahendi, fyrir utan ýmsa starfstengda sjúkdóma vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Tjón á siðferðisvitund felst í því að traust borgaranna á helstu stofnunum samfélagsins minnkar og má nefna að í kjölfar Watergate-hneykslisins í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar dróg mjög úr trausti borgaranna á stofnunum ríkisins.

Sú afstaða er ríkjandi innan afbrotafræðinnar að réttarvörslukerfið leggi mun meiri áherslu á að uppræta strætisbrot en viðskiptabrot og að þau séu ekki tekin þeim tökum sem alvarleiki þeirra óneitanlega kallar á. Viðhorfamælingar sýna þó að borgarar á Vesturlöndum telja yfirleitt hefðbundin strætisbrot mun alvarlegra samfélagsvandamál en viðskiptabrot sem vissulega endurspeglar áherslur réttarkerfisins. Til að sporna gegn viðskiptabrotum verði að koma til öflugra mótvægi borgaranna og brotin verði að vekja meiri reiði og hneykslan í samfélaginu en þau gera almennt í dag. Ýmislegt bendir reyndar til að afstaðan sé að breytast og að viðskiptabrot séu nú tekin fastari tökum en stundum áður og ekki síst hefur umfjöllun í samfélaginu leitt til áherslubreytinga af þessu tagi.



Mynd af Edwin Sutherland: Indiana University

Mynd af hvítflibba: HB

Höfundur

Helgi Gunnlaugsson

prófessor í félagsfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.8.2001

Spyrjandi

Elvar Berg

Tilvísun

Helgi Gunnlaugsson. „Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1834.

Helgi Gunnlaugsson. (2001, 14. ágúst). Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1834

Helgi Gunnlaugsson. „Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1834>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru félagsleg áhrif hvítflibbaglæpa á samfélagið og hvernig skilgreinir samfélagið hvítflibbaglæpi?
Árið 1939 vakti þáverandi forseti bandarísku afbrotafræðisamtakanna Edwin Sutherland fyrst athygli á viðskiptabrotum í setningarræðu sinni á ársþingi bandarískra afbrotafræðinga.

Hugtakið "hvítflibbabrot" (white collar crime) kom þar fyrst fram í ræðu hans en hefur síðan orðið vel þekkt á Vesturlöndum. Brot af þessu tagi fela í stuttu máli í sér misnotkun á mikilvægri valdastöðu til ólögmæts ávinnings. Rannsóknir á hvítflibbabrotum hafa verið viðamiklar á síðustu áratugum, sérstaklega í Bandaríkjunum og hafa margir sérhæft sig á þessu sviði. Fræðimenn eru almennt sammála um að viðskiptabrot séu meðal þeirra alvarlegustu í samfélaginu. Þetta sjónarmið tengist áhrifum brotanna á samfélagið, áhrifum sem talin eru í það minnsta jafn alvarleg, ef ekki alvarlegri en áhrif hefðbundinna glæpa á borð við þjófnaði, rán, ofbeldi og jafnvel manndráp.

Tjón samfélagsins vegna viðskiptabrota er ekki eingöngu fjárhagslegt, heldur einnig heilsufarslegt og er jafnframt talið draga úr siðferðisvitund borgaranna. Efnahagslegt tjón birtist á margvíslegan hátt og er talið mun meira en hlýst af venjulegum strætisbrotum. Ólögmætt samráð um verð, vörusvik og brot á lögum um einokun og hringamyndanir eru fáein dæmi um tjón af þessum toga. Heilsutjón birtist í því hvernig fyrirtæki, ýmist vísvitandi eða af vanrækslu, valda starfstengdum dauðsföllum sem eru talin umtalsvert fleiri en þeirra sem deyja fyrir morðingjahendi, fyrir utan ýmsa starfstengda sjúkdóma vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Tjón á siðferðisvitund felst í því að traust borgaranna á helstu stofnunum samfélagsins minnkar og má nefna að í kjölfar Watergate-hneykslisins í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar dróg mjög úr trausti borgaranna á stofnunum ríkisins.

Sú afstaða er ríkjandi innan afbrotafræðinnar að réttarvörslukerfið leggi mun meiri áherslu á að uppræta strætisbrot en viðskiptabrot og að þau séu ekki tekin þeim tökum sem alvarleiki þeirra óneitanlega kallar á. Viðhorfamælingar sýna þó að borgarar á Vesturlöndum telja yfirleitt hefðbundin strætisbrot mun alvarlegra samfélagsvandamál en viðskiptabrot sem vissulega endurspeglar áherslur réttarkerfisins. Til að sporna gegn viðskiptabrotum verði að koma til öflugra mótvægi borgaranna og brotin verði að vekja meiri reiði og hneykslan í samfélaginu en þau gera almennt í dag. Ýmislegt bendir reyndar til að afstaðan sé að breytast og að viðskiptabrot séu nú tekin fastari tökum en stundum áður og ekki síst hefur umfjöllun í samfélaginu leitt til áherslubreytinga af þessu tagi.



Mynd af Edwin Sutherland: Indiana University

Mynd af hvítflibba: HB...