Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?

Slanguryrðið steypa í merkingunni 'vitleysa, bull' er sennilega íslenskt að uppruna. Að öllum líkindum er verið að líkja innihaldi höfuðkúpunnar við hinn gráa massa sem steypan er. Fyrir um tíu til fimmtán árum var algengt að segja að einhver hefði „steypu í hausnum." Nú virðist algengara að tala um að eitthvað sé (alger) steypa. Um svipað leyti var talað um að vera með „malbik í hausnum" en það virðist ekki hafa náð sér á flug. Eldra í málinu er að tala um að einhver hafi graut í hausnum og að sá sé grautarhaus sem þykir ekki skýr í hugsun.Mynd: HB

Útgáfudagur

17.8.2001

Spyrjandi

Helgi Briem

Efnisorð

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2001. Sótt 23. nóvember 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=1836.

Guðrún Kvaran. (2001, 17. ágúst). Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1836

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er komið slanguryrðið „steypa" í merkingunni bull eða vitleysa?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2001. Vefsíða. 23. nóv. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1836>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Úlfaldar

Til úlfalda teljast tvær tegundir, kameldýr og drómedarar. Kameldýr hafa tvo hnúða á baki en drómedarar aðeins einn. Það er algengur misskilningur að hnúðarnir séu fylltir vökva og nýtist þess vegna sem hálfgerð vatnstunna í neyð. Í hnúðunum er fita sem dýrin geta umbreytt í næringu þegar lítið er um mat. Hjá kameldýrum getur hvor hnúður innihaldið allt að 36 kg af fitu.