Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en fleirtölumyndirnar hafa verið notaðar í hátíðlegu máli, einkum til þéringa.

Persónufornöfn:

Eintala
Tvítala
Fleirtala
ég
við
vér
þú
þið
þér

ég
við
þú
þið


Eignarfornöfn:

Tvítala
Fleirtala
okkar
vor
ykkar
yðar

okkar
ykkar


Persónufornafnið vér og eignarfornafnið vor eru stundum notuð í hátíðlegu máli, einkum í ræðum eða hátíðlegri greinum, eins og þegar sagt er: ,,Vér Íslendingar erum stoltir af landi voru." Önnur persóna, þér, og eignarfornafnið yðar eru notuð á sama hátt: ,,Þér Íslendingar ættuð að vera stoltir af landi yðar." Algengast er að ein persóna sé þéruð í kurteislegu ávarpi: ,,Viljið þér meira kaffi", ,,Má bjóða yður meira kaffi", ,,Má ég rétta yður kápuna yðar." Í fyrsta dæminu sést að sögnin er notuð í fleirtölu (viljið þér) þar sem þér er gömul flertölumynd. Þéringar hafa að mestu lagst niður í talmáli en iðulega er enn þérað í bréfum frá fyrirtækjum og opinberum aðiljum. Benda má á að gömlu þrískiptingunni er enn haldið í Biblíunni.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.8.2001

Spyrjandi

Linda Helgadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2001, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1837.

Guðrún Kvaran. (2001, 20. ágúst). Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1837

Guðrún Kvaran. „Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2001. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1837>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?
Í nútímamáli er greint á milli eintölu og fleirtölu persónufornafna eftir því hvort talað er um einn eða fleiri. Í eldri íslensku var þessi skipting þríþætt: eintala, tvítala (við, þið) og fleirtala (vér, þér). Sama gilti um eignarfornöfn. Á síðari málstigum varð breyting á. Tvítalan tók við hlutverki fleirtölu en fleirtölumyndirnar hafa verið notaðar í hátíðlegu máli, einkum til þéringa.

Persónufornöfn:

Eintala
Tvítala
Fleirtala
ég
við
vér
þú
þið
þér

ég
við
þú
þið


Eignarfornöfn:

Tvítala
Fleirtala
okkar
vor
ykkar
yðar

okkar
ykkar


Persónufornafnið vér og eignarfornafnið vor eru stundum notuð í hátíðlegu máli, einkum í ræðum eða hátíðlegri greinum, eins og þegar sagt er: ,,Vér Íslendingar erum stoltir af landi voru." Önnur persóna, þér, og eignarfornafnið yðar eru notuð á sama hátt: ,,Þér Íslendingar ættuð að vera stoltir af landi yðar." Algengast er að ein persóna sé þéruð í kurteislegu ávarpi: ,,Viljið þér meira kaffi", ,,Má bjóða yður meira kaffi", ,,Má ég rétta yður kápuna yðar." Í fyrsta dæminu sést að sögnin er notuð í fleirtölu (viljið þér) þar sem þér er gömul flertölumynd. Þéringar hafa að mestu lagst niður í talmáli en iðulega er enn þérað í bréfum frá fyrirtækjum og opinberum aðiljum. Benda má á að gömlu þrískiptingunni er enn haldið í Biblíunni....