Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er asískt fólk með skásett augu?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir?

Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum?Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu, þannig að við erum öll með örlítið skásett augu eftir allt saman! Ástæðan fyrir því að augu sýnast skásett er sú að hjá sumu fólki, ekki hvað síst því sem talið er vera af mongólskum uppruna, liggur húðfelling inn yfir efra augnalokið að nefinu, þannig að augnrifan verður sýnilegra lægri þar. Augun í fólki með þessa fellingu, sem stundum er kölluð mongólafellingin, virðast liggja djúpt. Ennfremur er oft neðra augnlokið þykkara hjá slíku fólki og sést því minna í augun en ella.

Þessi mongólafelling er eins og áður sagði algengari meðal mongólskra en annarra en þekkist þó víða um heim og meðal allra þjóðflokka. Ungabörn eru oft með augnaumbúnað sem minnir á það sem hér hefur verið lýst. En mest ber á þessu hjá fólki af mongólskum uppruna og ræður þar nokkru að nef þess er oft lægra þar sem það mætir enninu og undirstrikar það enn skáa augnrifunnar.

Mongólafelingin er mest áberandi hjá börnum og ungu fólki og hverfur oft þegar fólk eldist. Fram eftir öldinni sem leið var talið að mongólafellingin segði eitthvað um uppruna þjóða og tegnsl þeirra, en nú er álitið að hún komi fyrir hjá öllum þjóðflokkum, þótt í mismunandi mæli sé, og sé því ekki öruggt merki um skyldleika þjóða. Fram hafa komið kenningar um að fellingin sé komin til fyrir þróun í köldu loftslagi þar sem mikilvægt hafi verið að vernda augun í frosthörkum og hríðarveðri.Mynd: samsett úr kvikmyndinni "Wo hu cang long" eða eins og hún er betur þekkt á Íslandi: "Crouching Tiger, Hidden Dragon"

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.8.2001

Spyrjandi

Friðrik Hjörleifsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Af hverju er asískt fólk með skásett augu?“ Vísindavefurinn, 20. ágúst 2001, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1839.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2001, 20. ágúst). Af hverju er asískt fólk með skásett augu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1839

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Af hverju er asískt fólk með skásett augu?“ Vísindavefurinn. 20. ágú. 2001. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1839>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er asískt fólk með skásett augu?
Sóley Þráinsdóttir spurði: Af hverju eru Kínverjar og Japanir skáeygðir?

Jakob Sveinsson: Af hverju er fólk frá Asíu skáeygt? Græddu þau eithvað á þvi fyrr á öldum?Í raun og veru eru ekki til nein skásett augu meðal Mongóla frekar en hjá öðrum mannna börnum. Þó má geta þess að á öllu fólki lækkar augnrifan inn að nefinu, þannig að við erum öll með örlítið skásett augu eftir allt saman! Ástæðan fyrir því að augu sýnast skásett er sú að hjá sumu fólki, ekki hvað síst því sem talið er vera af mongólskum uppruna, liggur húðfelling inn yfir efra augnalokið að nefinu, þannig að augnrifan verður sýnilegra lægri þar. Augun í fólki með þessa fellingu, sem stundum er kölluð mongólafellingin, virðast liggja djúpt. Ennfremur er oft neðra augnlokið þykkara hjá slíku fólki og sést því minna í augun en ella.

Þessi mongólafelling er eins og áður sagði algengari meðal mongólskra en annarra en þekkist þó víða um heim og meðal allra þjóðflokka. Ungabörn eru oft með augnaumbúnað sem minnir á það sem hér hefur verið lýst. En mest ber á þessu hjá fólki af mongólskum uppruna og ræður þar nokkru að nef þess er oft lægra þar sem það mætir enninu og undirstrikar það enn skáa augnrifunnar.

Mongólafelingin er mest áberandi hjá börnum og ungu fólki og hverfur oft þegar fólk eldist. Fram eftir öldinni sem leið var talið að mongólafellingin segði eitthvað um uppruna þjóða og tegnsl þeirra, en nú er álitið að hún komi fyrir hjá öllum þjóðflokkum, þótt í mismunandi mæli sé, og sé því ekki öruggt merki um skyldleika þjóða. Fram hafa komið kenningar um að fellingin sé komin til fyrir þróun í köldu loftslagi þar sem mikilvægt hafi verið að vernda augun í frosthörkum og hríðarveðri.Mynd: samsett úr kvikmyndinni "Wo hu cang long" eða eins og hún er betur þekkt á Íslandi: "Crouching Tiger, Hidden Dragon"...