Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?

Magnús Már Kristjánsson (1957-2024)

Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í algengum baunategundum vera á bilinu 5 - 34 míkrógrömm/g og í algengum korntegundum (til dæmis maís, rúgi, hveiti, höfrum og byggi) mældist litínstyrkur á bilinu 24 - 66 míkrógrömm/g.

Í vefjum manna og dýra kemur litín fyrir í mun lægri styrk, en birtar mæliniðurstöður hafa reynst mjög breytilegar eða á bilinu 2 - 200 ng/g (1 ng = 1 nanógramm = 10-9 g). Til að mynda hefur litínmagn í vöðva Kyrrahafsþorsks mælst 20 ng/g, en í lýsingi af sama hafsvæði 108 ng/g.

Eins hafa mælingar sem miðað hafa að því að meta inntöku litíns í fæði manna verið nokkuð breytilegar eftir löndum eða landsvæðum, og ef til vill eftir þeim efnagreiningaraðferðum sem notaðar voru. Þó hefur það verið metið að inntaka litíns í dæmigerðu bandarísku fæði sé um 60 - 70 míkrógrömm á dag, og Finnar neyti um 35 míkrógramma á dag í dæmigerðu finnsku fæði.

Litínsölt hafa um áratugaskeið verið notuð með góðum árangri við meðhöndlun sjúklinga sem þjást af geðhvarfasýki (manic-depressive disorders). Daglegir lyfjaskammtar samsvara um 250 - 500 mg af litíni, sem er miklu meira magn en hægt er að fá úr fæðinu. Lyfjaskammtar miðast við að viðhalda styrknum 7-10 míkrógrömmum/ml í blóðvökva sjúklinga. Eitrunaráhrif hafa komið fram við um það bil tvöföldun þessa styrks.

Líffræðileg áhrif litíns eru ekki fullkomlega þekkt, en dýrarannsóknir hafa sýnt að skortseinkenni geta komið fram í dýrum á mjög litínsnauðu fæði. Hins vegar virðist þurfa lágan styrk í blóði til að koma í veg fyrir slík áhrif og er næringarþörf manna fyrir þetta snefilefni ekki þekkt.

Heimildir:

Mertz, W. „Lithium", Trace elements in human and animal nutrition (Mertz, W., ritstj.) 5. útg. 2. bindi, bls. 391-397, Academic Press, Orlando, Florida.

„Lithium", Skýrsla World Health Organization, Trace elements in human nutrition and health, bls. 224-225, 1996.

Höfundur

dósent í matvælafræði við HÍ

Útgáfudagur

21.8.2001

Spyrjandi

Brynjar Jóhann

Tilvísun

Magnús Már Kristjánsson (1957-2024). „Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1841.

Magnús Már Kristjánsson (1957-2024). (2001, 21. ágúst). Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1841

Magnús Már Kristjánsson (1957-2024). „Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1841>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða matvælum er helst að finna frumefnið litín (lithium)?
Litín (Li) finnst víða, en í mjög breytilegu magni, í plöntum (0,4 til 1000 míkrógrömm/g) og jarðvegi (frá því innan við 10 og yfir 100 míkrógrömm/g) (1 míkrógramm = 10-6 g). Í plöntum er þessi styrkur mjög háður tegundum, sem og þeim jarðvegi sem plönturnar vaxa í. Í austur-evrópskri rannsókn reyndist litínmagn í algengum baunategundum vera á bilinu 5 - 34 míkrógrömm/g og í algengum korntegundum (til dæmis maís, rúgi, hveiti, höfrum og byggi) mældist litínstyrkur á bilinu 24 - 66 míkrógrömm/g.

Í vefjum manna og dýra kemur litín fyrir í mun lægri styrk, en birtar mæliniðurstöður hafa reynst mjög breytilegar eða á bilinu 2 - 200 ng/g (1 ng = 1 nanógramm = 10-9 g). Til að mynda hefur litínmagn í vöðva Kyrrahafsþorsks mælst 20 ng/g, en í lýsingi af sama hafsvæði 108 ng/g.

Eins hafa mælingar sem miðað hafa að því að meta inntöku litíns í fæði manna verið nokkuð breytilegar eftir löndum eða landsvæðum, og ef til vill eftir þeim efnagreiningaraðferðum sem notaðar voru. Þó hefur það verið metið að inntaka litíns í dæmigerðu bandarísku fæði sé um 60 - 70 míkrógrömm á dag, og Finnar neyti um 35 míkrógramma á dag í dæmigerðu finnsku fæði.

Litínsölt hafa um áratugaskeið verið notuð með góðum árangri við meðhöndlun sjúklinga sem þjást af geðhvarfasýki (manic-depressive disorders). Daglegir lyfjaskammtar samsvara um 250 - 500 mg af litíni, sem er miklu meira magn en hægt er að fá úr fæðinu. Lyfjaskammtar miðast við að viðhalda styrknum 7-10 míkrógrömmum/ml í blóðvökva sjúklinga. Eitrunaráhrif hafa komið fram við um það bil tvöföldun þessa styrks.

Líffræðileg áhrif litíns eru ekki fullkomlega þekkt, en dýrarannsóknir hafa sýnt að skortseinkenni geta komið fram í dýrum á mjög litínsnauðu fæði. Hins vegar virðist þurfa lágan styrk í blóði til að koma í veg fyrir slík áhrif og er næringarþörf manna fyrir þetta snefilefni ekki þekkt.

Heimildir:

Mertz, W. „Lithium", Trace elements in human and animal nutrition (Mertz, W., ritstj.) 5. útg. 2. bindi, bls. 391-397, Academic Press, Orlando, Florida.

„Lithium", Skýrsla World Health Organization, Trace elements in human nutrition and health, bls. 224-225, 1996.

...