Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?

Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður.

Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír liðfletir: hnéskelin, neðri endi lærbeins og efri endi sköflungsins. Þessir fletir eru sagaðir til á mjög nákvæman hátt strax undir öllum flötunum rétt eins og þegar roði er flett af fiskflaki. Þá er tekin plastfóðring og límd á sköflunginn, stálfóðring og límd á lærbeinið, en ekkert á hnéskelina. Þegar liðnum hefur verið lokað byrjar liðvökvi að smyrja fletina aftur þannig að þeir verði ekki stamir.

Það þarf mjög stranga þjálfun á eftir til að æfa hreyfigetu sem miðast við að geta rétt að fullu úr fætinum, það er að geta breytt stöðu hnésins úr 0° beygju og í um það bil 100° beygju. Þá þarf einnig að æfa göngu því maður missir ákveðið stöðugleikaskyn þegar liðfletirnir fara og „gervi"-fletir koma í staðinn, en þetta jafnar sig alltaf.Mynd: HB

Útgáfudagur

22.8.2001

Spyrjandi

Kristján Jóhannsson

Efnisorð

Höfundur

læknir, slysalækningar

Tilvísun

Halldór Jónsson. „Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2001. Sótt 13. október 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1842.

Halldór Jónsson. (2001, 22. ágúst). Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1842

Halldór Jónsson. „Þegar skipt er um hnélið og settur gerviliður, hvað stjórnar þá hreyfingu hans?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2001. Vefsíða. 13. okt. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1842>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Arna H. Jónsdóttir

1953

Arna H. Jónsdóttir er dósent í leikskólafræði og menntastjórnun við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa meðal annars beinst að menntastjórnun í leikskólum, fagmennsku og faglegri sjálfsmynd leikskólakennara og leikskólastjóra.