Þegar „skipt er um hnélið" þá eru „settar nýjar fóðringar". Þannig stjórnast hreyfingar hnésins áfram af manni sjálfum eins og áður.
Nánar tiltekið felst þetta í því að hnéliðurinn er opnaður með skurði yfir framanvert hnéð og innanvert við hnéskelina. Hnéskelinni er síðan velt til hliðar og þá blasa við þrír liðfletir: hnéskelin, neðri endi lærbeins og efri endi sköflungsins. Þessir fletir eru sagaðir til á mjög nákvæman hátt strax undir öllum flötunum rétt eins og þegar roði er flett af fiskflaki. Þá er tekin plastfóðring og límd á sköflunginn, stálfóðring og límd á lærbeinið, en ekkert á hnéskelina. Þegar liðnum hefur verið lokað byrjar liðvökvi að smyrja fletina aftur þannig að þeir verði ekki stamir.
Það þarf mjög stranga þjálfun á eftir til að æfa hreyfigetu sem miðast við að geta rétt að fullu úr fætinum, það er að geta breytt stöðu hnésins úr 0° beygju og í um það bil 100° beygju. Þá þarf einnig að æfa göngu því maður missir ákveðið stöðugleikaskyn þegar liðfletirnir fara og „gervi"-fletir koma í staðinn, en þetta jafnar sig alltaf.
Mynd: HB