Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Finna fiskar til?

Jón Már Halldórsson

Þetta svið taugafræðinnar er eftir því sem næst verður komist mjög illa þekkt og skortir talsverða vitneskju um þetta fyrirbæri. En samt verður hér gerð tilraun til að svara spurningunni eftir fremsta megni.

Við getum á engan hátt sett okkur í spor svo fjarskyldra lífvera sem fiska hvað varðar tilfinningar eins og sársauka. Þó hafa rannsóknir sem fela í sér samanburð á taugakerfi fiska og spendýra sýnt að það svæði mannsheilans sem vinnur úr sársauka á sér ekki hliðstæðu í fiskum. Það svæði heilans í fiskum sem miðlar boðum um viðbragð, til dæmis þegar fiskurinn festist við öngul, reynir að rífa sig lausan úr kjafti afræningja eða lendir í öðrum aðstæðum sem okkur er tamt að tengja við „sársauka”, er í afturhluta heilans en svæðið sem vinnur úr sársauka okkar er í framhluta heilans.

Vísindamenn sem hafa rannsakað fyrirbærið „sársauka” í hinum ýmsu hópum dýra álykta sem svo: Uppbygging þeirra hluta taugakerfisins sem hafa með úrvinnslu áreitis að gera er í meginatriðum ólík milli fiska og spendýra. Þess vegna hljóta fiskar að skynja sársauka á allt annan hátt en við mannfólkið, enda er æði langt síðan við greindumst frá fiskum í þróunarsögunni.

Í þessum orðum felst þó það að þeir fræðimenn sem hafa mesta þekkingu á þessu sviði telja að fiskar „finni til” á einhvern hátt, það er að segja að einhver örvun á sér stað í taugakerfi þeirra þegar þeir eru „pyntaðir” af rannsóknarmönnum eða verða fyrir hliðstæðu áreiti í náttúrunni. Tilfinnanlega skortir þó á þekkingu fræðimanna á þessu sviði eins og áður segir.Mynd: HB

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.8.2001

Spyrjandi

Ágúst Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finna fiskar til?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2001. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1846.

Jón Már Halldórsson. (2001, 27. ágúst). Finna fiskar til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1846

Jón Már Halldórsson. „Finna fiskar til?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2001. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finna fiskar til?
Þetta svið taugafræðinnar er eftir því sem næst verður komist mjög illa þekkt og skortir talsverða vitneskju um þetta fyrirbæri. En samt verður hér gerð tilraun til að svara spurningunni eftir fremsta megni.

Við getum á engan hátt sett okkur í spor svo fjarskyldra lífvera sem fiska hvað varðar tilfinningar eins og sársauka. Þó hafa rannsóknir sem fela í sér samanburð á taugakerfi fiska og spendýra sýnt að það svæði mannsheilans sem vinnur úr sársauka á sér ekki hliðstæðu í fiskum. Það svæði heilans í fiskum sem miðlar boðum um viðbragð, til dæmis þegar fiskurinn festist við öngul, reynir að rífa sig lausan úr kjafti afræningja eða lendir í öðrum aðstæðum sem okkur er tamt að tengja við „sársauka”, er í afturhluta heilans en svæðið sem vinnur úr sársauka okkar er í framhluta heilans.

Vísindamenn sem hafa rannsakað fyrirbærið „sársauka” í hinum ýmsu hópum dýra álykta sem svo: Uppbygging þeirra hluta taugakerfisins sem hafa með úrvinnslu áreitis að gera er í meginatriðum ólík milli fiska og spendýra. Þess vegna hljóta fiskar að skynja sársauka á allt annan hátt en við mannfólkið, enda er æði langt síðan við greindumst frá fiskum í þróunarsögunni.

Í þessum orðum felst þó það að þeir fræðimenn sem hafa mesta þekkingu á þessu sviði telja að fiskar „finni til” á einhvern hátt, það er að segja að einhver örvun á sér stað í taugakerfi þeirra þegar þeir eru „pyntaðir” af rannsóknarmönnum eða verða fyrir hliðstæðu áreiti í náttúrunni. Tilfinnanlega skortir þó á þekkingu fræðimanna á þessu sviði eins og áður segir.Mynd: HB

...