Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?

Jón Már Halldórsson



Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem eiga sér fasta eða reglulega búsetu. Þekktasta flækingstegundin sem berst hingað með reglulegu millibili er sennilega ísbjörninn (Ursus maritimus). Margar tegundir fugla fylla þennan flokk einnig.

Oft vill það brenna við að menn viðurkenni ekki tilvist tiltekinnar tegundar í dýrafánunni strax og reyni að koma í veg fyrir að dýrið festi sig í sessi í náttúru viðkomandi lands með öllum tiltækum ráðum. Stundum er það jafnvel gert með ærnum tilkostnaði. Þekktasta hérlenda dæmið er sennilega ameríski minkurinn, sem náði bólfestu í íslenskri náttúru stuttu eftir að fyrstu dýrin sluppu úr haldi loðdýrabænda. Þó að marga hrylli við þeirri staðreynd er hægt að fullyrða að minkurinn er kominn til að vera í íslenskri náttúru þrátt fyrir tilraunir okkar mannanna til að útrýma honum.

Varðandi köttinn (Felis catus) gegnir eilítið öðru máli. Það leikur enginn vafi á því að villikettir eru fjölmargir á Íslandi, en þó leikur vafi á því að til sé traustur íslenskur villikattarstofn. Þeir villtu kettir sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru lifa í nálægð við manninn og eru oftast kettir sem hafa farið að heiman eða verið á einhvern hátt vanræktir og tekist að skrimta úti í einhvern tíma. En ef villikettir lifa og tímgast á einhverjum svæðum hérlendis allan ársins hring þá eru engin rök sem mæla gegn því að setja villiköttinn á lista yfir spendýr í íslenskri náttúru.

Að öllum líkindum er kanínan nær því að teljast nýjasti meðlimur í villtri dýrafánu Íslands enda eru komnir nokkrir staðbundnir stofnar víða um land. Þeir tímgast hratt á sumrin og hluta stofnsins tekst að komast af á veturna. Einn af þessum stöðum er Heimaey og annar er Öskjuhlíðin í Reykjavík. Þetta er meiri háttar mál með tilliti til umhverfisverndar enda er innkoma nýrra tegunda einn mesti skaðvaldurinn á mörgum svæðum í heiminum í dag og það á ekki síst við innkomu kattarins.

Myndin sýnir evrópskan villikött (Felis silvestris silvestris). Hún er fengin hérna.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.8.2001

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson, f. 1986

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1847.

Jón Már Halldórsson. (2001, 27. ágúst). Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1847

Jón Már Halldórsson. „Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1847>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju teljast villikettir ekki til villtra spendýra á Íslandi?


Til að dýrategund teljist ný í dýrafánu hvers lands þarf hún í fyrsta lagi að geta dregið fram lífið á landsins gæðum og í öðru lagi að geta tímgast á nýja staðnum. Fræðimenn sem fjalla um þessa grein líffræðinnar gera skýran greinarmun á svokölluðum flækingum sem berast inn á ákveðin svæði og þeim dýrum sem eiga sér fasta eða reglulega búsetu. Þekktasta flækingstegundin sem berst hingað með reglulegu millibili er sennilega ísbjörninn (Ursus maritimus). Margar tegundir fugla fylla þennan flokk einnig.

Oft vill það brenna við að menn viðurkenni ekki tilvist tiltekinnar tegundar í dýrafánunni strax og reyni að koma í veg fyrir að dýrið festi sig í sessi í náttúru viðkomandi lands með öllum tiltækum ráðum. Stundum er það jafnvel gert með ærnum tilkostnaði. Þekktasta hérlenda dæmið er sennilega ameríski minkurinn, sem náði bólfestu í íslenskri náttúru stuttu eftir að fyrstu dýrin sluppu úr haldi loðdýrabænda. Þó að marga hrylli við þeirri staðreynd er hægt að fullyrða að minkurinn er kominn til að vera í íslenskri náttúru þrátt fyrir tilraunir okkar mannanna til að útrýma honum.

Varðandi köttinn (Felis catus) gegnir eilítið öðru máli. Það leikur enginn vafi á því að villikettir eru fjölmargir á Íslandi, en þó leikur vafi á því að til sé traustur íslenskur villikattarstofn. Þeir villtu kettir sem fyrirfinnast í íslenskri náttúru lifa í nálægð við manninn og eru oftast kettir sem hafa farið að heiman eða verið á einhvern hátt vanræktir og tekist að skrimta úti í einhvern tíma. En ef villikettir lifa og tímgast á einhverjum svæðum hérlendis allan ársins hring þá eru engin rök sem mæla gegn því að setja villiköttinn á lista yfir spendýr í íslenskri náttúru.

Að öllum líkindum er kanínan nær því að teljast nýjasti meðlimur í villtri dýrafánu Íslands enda eru komnir nokkrir staðbundnir stofnar víða um land. Þeir tímgast hratt á sumrin og hluta stofnsins tekst að komast af á veturna. Einn af þessum stöðum er Heimaey og annar er Öskjuhlíðin í Reykjavík. Þetta er meiri háttar mál með tilliti til umhverfisverndar enda er innkoma nýrra tegunda einn mesti skaðvaldurinn á mörgum svæðum í heiminum í dag og það á ekki síst við innkomu kattarins.

Myndin sýnir evrópskan villikött (Felis silvestris silvestris). Hún er fengin hérna.

...