Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?

Sigurður Steinþórsson

Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug nýmyndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 1-200 ár.

Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bretlandseyjar og Grænland hluti af einu meginlandi. Síðan klofnaði meginlandið og Norður-Atlantshafið tók að myndast jafnframt því sem mikil eldgos urðu sem hlóðu basalti (blágrýti) ofan á meginlandsbrúnirnar sitt hvorum megin við hafið. Þær myndanir sjást nú í Skotlandi, Írlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Mest var eldvirknin þó á einum stað, þar sem nú er Ísland. Meðan Norður-Atlantshafið var mjórra en 3-400 km hefur verið landbrú milli Grænlands og Evrópu. En þegar hafið gleikkaði sukku þeir hlutar landbrúarinnar sem fjærstir voru kvikuuppsprettunni og Ísland varð að eyju.

Norður-Atlantshaf heldur enn áfram að gleikka og eldvirkni heldur áfram á Íslandi. Þannig gliðnar Ísland um 2 cm á ári í austur-vestur við það að ný skorpa myndast á rekbeltinu þvert yfir landið (einkum á beltinu frá Vestmannaeyjum norður í Axarfjörð) en að sama skapi eyðist af ströndinni, bæði vegna sjávarrofs og vegna þess að landið sekkur í sæ þegar skorpan dregst saman við kólnun. Þannig má ætla að Ísland hafi haldist nokkurn veginn jafnstórt í aldanna rás - myndun og eyðing landsins haldist í jafnvægi - og að svo muni verða meðan möttulstrókurinn undir landinu er virkur.

Um þetta efni má lesa frekar í grein eftir undirritaðan í Náttúrufræðingnum (57. árg., bls. 81-95, 1987) „Hraði landmyndunar og landeyðingar".



Mynd: Náttúruhamfarir og mannlíf

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

27.8.2001

Spyrjandi

Gróa Björg, f. 1985

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?“ Vísindavefurinn, 27. ágúst 2001, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1848.

Sigurður Steinþórsson. (2001, 27. ágúst). Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1848

Sigurður Steinþórsson. „Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?“ Vísindavefurinn. 27. ágú. 2001. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1848>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Brjóta sjórinn og vindurinn einhvern tímann Ísland niður svo að það verði að engu?
Ástæða þess að sjór og vindur munu ekki eyða Íslandi er sú að hér verður stöðug nýmyndun lands. Nýja landið er oft varanlegt ólíkt því sem gerist til dæmis í Surtsey en hún myndaðist í eldgosi fyrir tæpum 40 árum og verður sennilega horfin í hafið eftir 1-200 ár.

Þar til fyrir um 62 milljónum ára voru Bretlandseyjar og Grænland hluti af einu meginlandi. Síðan klofnaði meginlandið og Norður-Atlantshafið tók að myndast jafnframt því sem mikil eldgos urðu sem hlóðu basalti (blágrýti) ofan á meginlandsbrúnirnar sitt hvorum megin við hafið. Þær myndanir sjást nú í Skotlandi, Írlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Mest var eldvirknin þó á einum stað, þar sem nú er Ísland. Meðan Norður-Atlantshafið var mjórra en 3-400 km hefur verið landbrú milli Grænlands og Evrópu. En þegar hafið gleikkaði sukku þeir hlutar landbrúarinnar sem fjærstir voru kvikuuppsprettunni og Ísland varð að eyju.

Norður-Atlantshaf heldur enn áfram að gleikka og eldvirkni heldur áfram á Íslandi. Þannig gliðnar Ísland um 2 cm á ári í austur-vestur við það að ný skorpa myndast á rekbeltinu þvert yfir landið (einkum á beltinu frá Vestmannaeyjum norður í Axarfjörð) en að sama skapi eyðist af ströndinni, bæði vegna sjávarrofs og vegna þess að landið sekkur í sæ þegar skorpan dregst saman við kólnun. Þannig má ætla að Ísland hafi haldist nokkurn veginn jafnstórt í aldanna rás - myndun og eyðing landsins haldist í jafnvægi - og að svo muni verða meðan möttulstrókurinn undir landinu er virkur.

Um þetta efni má lesa frekar í grein eftir undirritaðan í Náttúrufræðingnum (57. árg., bls. 81-95, 1987) „Hraði landmyndunar og landeyðingar".



Mynd: Náttúruhamfarir og mannlíf...