Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?

Jón Ólafsson

Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir? Er hægt að halda því fram að eitthvað sé til sem ekki er staðreynd? Staðreyndir virðast nauðsynlegar eigi hlutlæg tök á veruleikanum að vera möguleg. En á sama tíma virðist sú hugmynd að merking orðræðunnar ráðist af hlutlægum staðreyndum setja okkur þrengri skorður en hægt er með góðu móti að sætta sig við.

Við skulum segja að staðreyndir komi fram í táknum sem vísa til þeirra. Þá er listin að eiga við veruleikann sú að láta táknin sem við beitum, orðin sem við notum, vísa til staðreynda frekar en staðleysa. Fullyrðing er sett saman úr táknum og sannleiksgildi hennar ræðst þá af því hvort hún vísar eða vísar ekki til staðreynda. Fullyrðingin „Páll er skeggjaður“ er sönn ef og aðeins ef Páll er skeggjaður. Með öðrum orðum þá er fullyrðing sönn ef til er staðreynd sem hún lýsir. Fullyrðingar geta á sama hátt verið sannar í krafti merkingar sinnar eingöngu. „2 plús 2 eru 4“ er sönn setning þótt himinn og jörð farist, en Páll þarf ekki að gera annað en munda rakvélina til að gera fullyrðinguna um skegg hans ósanna.

Tilveran væri öðruvísi en hún er ef samband fullyrðinga og staðreynda væri alltaf svona einfalt. Hvað með setningu eins og „Páll er góður“ eða „Páll á að stunda vinnu sína af samviskusemi“? Hvar eru staðreyndirnar sem þessar fullyrðingar vísa til? Sumir heimspekingar hafa freistast til að segja að þær séu strangt tekið merkingarlausar því að þær lýsa einmitt ekki staðreyndum en hafa frekar það hlutverk að láta í ljós ósk eða mat. En það er eitthvað bogið við þetta. Væri þá ekki lífið sjálft á endanum merkingarlaust?

Hvað með setningu eins og „Páll er góður“ eða „Páll á að stunda vinnu sína af samviskusemi“? Hvar eru staðreyndirnar sem þessar fullyrðingar vísa til?

Stöldrum nú við: það er augljóslega hægt að gera greinarmun á staðreyndum annarsvegar og verðmætum eða gildum hinsvegar. Þannig lýsa setningar sem tjá gildismat og boð verðmætum en ekki staðreyndum. Erum við þá ekki búin að leysa málið: Heimurinn er settur saman úr staðreyndum en svo leggjum við verðmætin til. Verðmætin eru huglæg, staðreyndirnar hlutlægar.

En það er einmitt hér sem málið fer fyrst að vandast fyrir alvöru. Hvaða aðferð beitum við til að komast að því hvort fullyrðing lýsir staðreynd eða ekki? Við getum spurt þessa hvort sem um er að ræða staðreynd af því tagi sem leiðir af merkingu fullyrðingar eða staðreynd sem fullyrðingin vísar til. Er staðreyndin tekin upp á hnakkadrambinu, skoðuð og borin saman við fullyrðingu og svo metið hvort fullyrðingin vísar til hennar eða ekki? Þetta er augljóslega fáránleg hugmynd, en það er hægara sagt en gert að láta sér detta eitthvað skárra í hug til að lýsa þessu. Höfum við kannski einhverja aðferð sem við teljum svo trausta og svo óumdeilanlega að augljóslega geti hún skorið úr um hvort fullyrðingin vísar til staðreyndar eða ekki, hvort hún er sönn eða ósönn? Hvaða kostum þarf slík aðferð að vera búin? Vandinn er að ókleift virðist að gera grein fyrir staðreyndinni bak við fullyrðinguna öðruvísi en með fullyrðingu. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að yfirgefa orðræðuna sem lagt er upp með.

Kannski mundi nú einhver vilja mótmæla og segja sem svo: Já en aðalatriðið er að gera greinarmun á staðreyndum og verðmætum, að geta lýst aðgangi okkar að veruleikanum eins og hann er óháð mati okkar, gildum og tilfinningum og þennan greinarmun getum við gert jafnvel þó að við getum á endanum ekki skilið staðreyndiirnar frá orðræðunni sem lýsir þeim. En með því að sjálfar staðreyndirnar eru orðræðubundnar er hætt við að hin hlutlausa veruleikagátt reynist líka þrengri en nokkurt nálarauga. Þó að hversdagslegar staðreyndir séu hlutlausar og að því er virðist óháðar hverju því sem um þær mætti segja, þá er hver tilraun til að svara spurningu sem felur í sér val milli mismunandi kosta háð áhuga og gildismati. Er Páll skeggjaður? Hvernig grefst ég fyrir um það? Hver er Páll? Er hann skeggjaður ef hann hefur ekki rakað sig í nokkra daga? Er hann skeggjaður ef hann var það fyrir viku? Er hann skeggjaður ef hann svarar spurningunni um hvort svo sé játandi þegar ég hringi í hann og spyr?

Á endanum má spyrja: Hvað er unnið með aðgreiningu staðreynda og fullyrðinga um þær, hvað eru staðreyndir annað en það sem er haft fyrir satt, það sem dugar í samskiptum við umhverfið? Á sama hátt má spyrja um vitið í því að greina staðreyndir afdráttarlaust frá verðmætum. Eru staðreyndir til? Auðvitað eru þær til en þær eru byggingarefni orðræðunnar frekar en hins eina sanna veruleika. Við notum þær. Þær breytast, verða til og hverfa.

Mynd:

Höfundur

Jón Ólafsson

prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.8.2001

Spyrjandi

Andrés Böðvarsson

Tilvísun

Jón Ólafsson. „Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2001. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1852.

Jón Ólafsson. (2001, 29. ágúst). Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1852

Jón Ólafsson. „Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2001. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1852>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?
Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir? Er hægt að halda því fram að eitthvað sé til sem ekki er staðreynd? Staðreyndir virðast nauðsynlegar eigi hlutlæg tök á veruleikanum að vera möguleg. En á sama tíma virðist sú hugmynd að merking orðræðunnar ráðist af hlutlægum staðreyndum setja okkur þrengri skorður en hægt er með góðu móti að sætta sig við.

Við skulum segja að staðreyndir komi fram í táknum sem vísa til þeirra. Þá er listin að eiga við veruleikann sú að láta táknin sem við beitum, orðin sem við notum, vísa til staðreynda frekar en staðleysa. Fullyrðing er sett saman úr táknum og sannleiksgildi hennar ræðst þá af því hvort hún vísar eða vísar ekki til staðreynda. Fullyrðingin „Páll er skeggjaður“ er sönn ef og aðeins ef Páll er skeggjaður. Með öðrum orðum þá er fullyrðing sönn ef til er staðreynd sem hún lýsir. Fullyrðingar geta á sama hátt verið sannar í krafti merkingar sinnar eingöngu. „2 plús 2 eru 4“ er sönn setning þótt himinn og jörð farist, en Páll þarf ekki að gera annað en munda rakvélina til að gera fullyrðinguna um skegg hans ósanna.

Tilveran væri öðruvísi en hún er ef samband fullyrðinga og staðreynda væri alltaf svona einfalt. Hvað með setningu eins og „Páll er góður“ eða „Páll á að stunda vinnu sína af samviskusemi“? Hvar eru staðreyndirnar sem þessar fullyrðingar vísa til? Sumir heimspekingar hafa freistast til að segja að þær séu strangt tekið merkingarlausar því að þær lýsa einmitt ekki staðreyndum en hafa frekar það hlutverk að láta í ljós ósk eða mat. En það er eitthvað bogið við þetta. Væri þá ekki lífið sjálft á endanum merkingarlaust?

Hvað með setningu eins og „Páll er góður“ eða „Páll á að stunda vinnu sína af samviskusemi“? Hvar eru staðreyndirnar sem þessar fullyrðingar vísa til?

Stöldrum nú við: það er augljóslega hægt að gera greinarmun á staðreyndum annarsvegar og verðmætum eða gildum hinsvegar. Þannig lýsa setningar sem tjá gildismat og boð verðmætum en ekki staðreyndum. Erum við þá ekki búin að leysa málið: Heimurinn er settur saman úr staðreyndum en svo leggjum við verðmætin til. Verðmætin eru huglæg, staðreyndirnar hlutlægar.

En það er einmitt hér sem málið fer fyrst að vandast fyrir alvöru. Hvaða aðferð beitum við til að komast að því hvort fullyrðing lýsir staðreynd eða ekki? Við getum spurt þessa hvort sem um er að ræða staðreynd af því tagi sem leiðir af merkingu fullyrðingar eða staðreynd sem fullyrðingin vísar til. Er staðreyndin tekin upp á hnakkadrambinu, skoðuð og borin saman við fullyrðingu og svo metið hvort fullyrðingin vísar til hennar eða ekki? Þetta er augljóslega fáránleg hugmynd, en það er hægara sagt en gert að láta sér detta eitthvað skárra í hug til að lýsa þessu. Höfum við kannski einhverja aðferð sem við teljum svo trausta og svo óumdeilanlega að augljóslega geti hún skorið úr um hvort fullyrðingin vísar til staðreyndar eða ekki, hvort hún er sönn eða ósönn? Hvaða kostum þarf slík aðferð að vera búin? Vandinn er að ókleift virðist að gera grein fyrir staðreyndinni bak við fullyrðinguna öðruvísi en með fullyrðingu. Með öðrum orðum, það er ekki hægt að yfirgefa orðræðuna sem lagt er upp með.

Kannski mundi nú einhver vilja mótmæla og segja sem svo: Já en aðalatriðið er að gera greinarmun á staðreyndum og verðmætum, að geta lýst aðgangi okkar að veruleikanum eins og hann er óháð mati okkar, gildum og tilfinningum og þennan greinarmun getum við gert jafnvel þó að við getum á endanum ekki skilið staðreyndiirnar frá orðræðunni sem lýsir þeim. En með því að sjálfar staðreyndirnar eru orðræðubundnar er hætt við að hin hlutlausa veruleikagátt reynist líka þrengri en nokkurt nálarauga. Þó að hversdagslegar staðreyndir séu hlutlausar og að því er virðist óháðar hverju því sem um þær mætti segja, þá er hver tilraun til að svara spurningu sem felur í sér val milli mismunandi kosta háð áhuga og gildismati. Er Páll skeggjaður? Hvernig grefst ég fyrir um það? Hver er Páll? Er hann skeggjaður ef hann hefur ekki rakað sig í nokkra daga? Er hann skeggjaður ef hann var það fyrir viku? Er hann skeggjaður ef hann svarar spurningunni um hvort svo sé játandi þegar ég hringi í hann og spyr?

Á endanum má spyrja: Hvað er unnið með aðgreiningu staðreynda og fullyrðinga um þær, hvað eru staðreyndir annað en það sem er haft fyrir satt, það sem dugar í samskiptum við umhverfið? Á sama hátt má spyrja um vitið í því að greina staðreyndir afdráttarlaust frá verðmætum. Eru staðreyndir til? Auðvitað eru þær til en þær eru byggingarefni orðræðunnar frekar en hins eina sanna veruleika. Við notum þær. Þær breytast, verða til og hverfa.

Mynd:...