Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?

Jón Már Halldórsson



Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanvafið inni í frumunni. Þegar stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman með þeim afleiðingum að stinghylkið skýst út. Marglyttur nota þetta fyrirbæri bæði til veiða og í sjálfsvörn.

Þessi frumugerð er einkennandi fyrir marglyttur og finnst víðsvegar á yfirborði þeirra. Dreifingin er ekki jöfn því frumurnar eru algengari á örmum marglyttanna en annars staðar. Sviðinn sem verður þegar einhver eða eitthvað rekst í marglyttu er vegna eitraðra próteinsameinda sem broddurinn hefur í sér. Þetta eitur er yfirleitt ekki hættulegt mönnum en þó eru til marglyttur sem bera mjög skaðlegt eitur. Tilvik eru þekkt þar sem manneskjur hafa dáið vegna eituráhrifanna, en þau eru bundin við heitari sjó en við eigum að venjast. Marglyttur í hafinu kringum Ísland eru að mestu skaðlausar en geta þó valdið vægum sviða ef menn handfjalla þær.

Myndin er tekin af vefsetri Tækniskóla Virginíu.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.9.2001

Spyrjandi

Birgir Sigmundsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?“ Vísindavefurinn, 12. september 2001, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1866.

Jón Már Halldórsson. (2001, 12. september). Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1866

Jón Már Halldórsson. „Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2001. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1866>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?


Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanvafið inni í frumunni. Þegar stingfruman verður hins vegar fyrir áreiti, það er að segja ef eitthvert utanaðkomandi fyrirbæri rekst í gikkinn sem liggur utan á frumunni, þá umskautast fruman með þeim afleiðingum að stinghylkið skýst út. Marglyttur nota þetta fyrirbæri bæði til veiða og í sjálfsvörn.

Þessi frumugerð er einkennandi fyrir marglyttur og finnst víðsvegar á yfirborði þeirra. Dreifingin er ekki jöfn því frumurnar eru algengari á örmum marglyttanna en annars staðar. Sviðinn sem verður þegar einhver eða eitthvað rekst í marglyttu er vegna eitraðra próteinsameinda sem broddurinn hefur í sér. Þetta eitur er yfirleitt ekki hættulegt mönnum en þó eru til marglyttur sem bera mjög skaðlegt eitur. Tilvik eru þekkt þar sem manneskjur hafa dáið vegna eituráhrifanna, en þau eru bundin við heitari sjó en við eigum að venjast. Marglyttur í hafinu kringum Ísland eru að mestu skaðlausar en geta þó valdið vægum sviða ef menn handfjalla þær.

Myndin er tekin af vefsetri Tækniskóla Virginíu....