Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim skilningi afar "sjaldgæfar." En okkur er hins vegar ekki tamt að nota orðið "sjaldgæfur" um eitthvað sem er ekki til lengur.

Samkvæmt því eru sjaldgæfustu myntgerðirnar þær sem aðeins er til einn peningur af nú á dögum. Þær myntgerðir eru vafalaust margar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.3.2000

Spyrjandi

Arnar Már, fæddur 1988

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2000, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=187.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 7. mars). Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=187

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2000. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=187>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er sjaldgæfasta myntin sem vitað er um?
Því miður er ekki líklegt að nokkur maður geti svarað þessari spurningu með þeim hætti sem spyrjandi hefur í huga, það er að segja með því að benda á tiltekinn pening. Margar aldir eru síðan menn tóku upp myntsláttu og síðan hafa verið slegnar ótal margar myntgerðir. Sumar þeirra eru horfnar með öllu og eru í þeim skilningi afar "sjaldgæfar." En okkur er hins vegar ekki tamt að nota orðið "sjaldgæfur" um eitthvað sem er ekki til lengur.

Samkvæmt því eru sjaldgæfustu myntgerðirnar þær sem aðeins er til einn peningur af nú á dögum. Þær myntgerðir eru vafalaust margar....