Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?

ÞV

Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör.

Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80.

Við Íslendingar könnumst við orðalag eins og 'hálft annað ár" sem merkir 'eitt og hálft ár' og 'hálfur þriðji lítri' sem er 2,5 lítrar. Nokkur dönsk töluorð um tugi eru mynduð á sama hátt. Þannig er 'halvtreds" stytting á 'halv tredje sinds tyve' eða 'hálfur þriðji sinnum tuttugu', með öðrum orðum 50. 'Halvfjerds' stendur á sama hátt fyrir 'halvfjerdesindstyve' eða 70 og 'halvfems' er sama og 'halv femte sinds tyve' eða 90.

Dönsku tölurnar valda nokkrum vandræðum þegar Norðurlandabúar koma saman því að þær eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum Norðurlandamálum. Hins vegar bregða Danir þá oft á það ráð að nota tölurnar úr hinum málunum og tala þá um 'femti', 'seksti', 'sytti', 'otti' og 'nitti'.


Mynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.9.2001

Spyrjandi

Róbert Guðmundsson

Tilvísun

ÞV. „Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?“ Vísindavefurinn, 17. september 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1871.

ÞV. (2001, 17. september). Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1871

ÞV. „Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1871>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Á hverju byggja Danir talningu sína með orðum eins og 'halvtreds' og 'tres'?
Spyrjandi bætir því við að hann hafi spurt Dani um þetta og ekki fengið nein svör.

Skemmst er frá því að segja að danska töluorðið 'tres' sem þýðir sextíu er stytting á orðinu 'tresindstyve' eða 'þrisvar sinnum tuttugu'. Orðið 'firs' stendur á sama hátt fyrir 'firsindstyve' eða 80.

Við Íslendingar könnumst við orðalag eins og 'hálft annað ár" sem merkir 'eitt og hálft ár' og 'hálfur þriðji lítri' sem er 2,5 lítrar. Nokkur dönsk töluorð um tugi eru mynduð á sama hátt. Þannig er 'halvtreds" stytting á 'halv tredje sinds tyve' eða 'hálfur þriðji sinnum tuttugu', með öðrum orðum 50. 'Halvfjerds' stendur á sama hátt fyrir 'halvfjerdesindstyve' eða 70 og 'halvfems' er sama og 'halv femte sinds tyve' eða 90.

Dönsku tölurnar valda nokkrum vandræðum þegar Norðurlandabúar koma saman því að þær eiga sér ekki hliðstæðu í öðrum Norðurlandamálum. Hins vegar bregða Danir þá oft á það ráð að nota tölurnar úr hinum málunum og tala þá um 'femti', 'seksti', 'sytti', 'otti' og 'nitti'.


Mynd: HB...