Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld.

Í handritinu AM 441 12mo, sem talið er skrifað um 1680-90 eru „Nokkur erindi úr Einbátungarímu". Þar eru 6 erindi og eitt orð úr því 7. Þetta er prentað í Blöndu II, 61-62, og þar bætt við einu „alkunnu" erindi undir sama hætti sem útgefandinn, Jón Þorkelsson (Forni) telur að vera muni úr sama kvæði, en hann vekur líka athygli á að þetta muni vera elstu formannavísur sem nú þekkist. Lúðvík Kristjánsson nefnir þetta líka og birtir heilu vísurnar úr handritinu í Íslenskum sjávarháttum IV, bls. 258-259.

Útgáfudagur

19.9.2001

Spyrjandi

Ragnar Böðvarsson

Höfundur

prófessor emeritus

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld..“ Vísindavefurinn, 19. september 2001. Sótt 20. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1874.

Vésteinn Ólason. (2001, 19. september). Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld.. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1874

Vésteinn Ólason. „Hvar finn ég Einbátungarímu? Hún er líklega frá 15. eða 16. öld..“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2001. Vefsíða. 20. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1874>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg Gunnarsdóttir

1974

Ingibjörg Gunnarsdóttir er prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala. Ingibjörg hefur rannsakað áhrif næringar á meðgöngu á heilsu móður og tengsl næringar og vaxtar fyrstu ár ævinnar við heilsu allt fram á fullorðins ár.