Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39.

Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávarstaða í september. Sjávarhæð í Reykjavík reiknast frá fleti sem er 1,82 m undir núllpunkti hæðakerfis Reykjavíkur og um 2,1 m undir meðalsjávarborði.

Stórstreymi var einnig í Reykjavík 3. september kl. 19:03 en sveiflan var þá minni, sjávarhæð á flóði minnni og á fjöru meiri en hér var lýst.

Af því sem upplýst er í Almanakinu verður ekki ráðið hvor fjaran hefur verið meiri (sjávarstaða lægri), á undan eða eftir stórstraumsflóðinu, enda kann að vera að munurinn á þeim sé ekki marktækur.

Sjá einnig fyrri svör á Vísindavefnum um flóð og fjöru, en þau má finna með því að setja til dæmis orðið "sjávarföll" inn í leitarvél okkar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.9.2001

Spyrjandi

Guðmundur Skarphéðinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?“ Vísindavefurinn, 19. september 2001. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1875.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 19. september). Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1875

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2001. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1875>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?
Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39.

Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávarstaða í september. Sjávarhæð í Reykjavík reiknast frá fleti sem er 1,82 m undir núllpunkti hæðakerfis Reykjavíkur og um 2,1 m undir meðalsjávarborði.

Stórstreymi var einnig í Reykjavík 3. september kl. 19:03 en sveiflan var þá minni, sjávarhæð á flóði minnni og á fjöru meiri en hér var lýst.

Af því sem upplýst er í Almanakinu verður ekki ráðið hvor fjaran hefur verið meiri (sjávarstaða lægri), á undan eða eftir stórstraumsflóðinu, enda kann að vera að munurinn á þeim sé ekki marktækur.

Sjá einnig fyrri svör á Vísindavefnum um flóð og fjöru, en þau má finna með því að setja til dæmis orðið "sjávarföll" inn í leitarvél okkar....