Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:21 • Sest 14:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:54 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:00 • Síðdegis: 19:45 í Reykjavík

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?

Helgi Björnsson

Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæstu fjöll undir honum ná í 1800- 2000 m hæð. Þó rís aðeins um 10% af botni hans yfir 1100 m hæð sem markar hæð snælínu á honum sunnanverðum. Hyrfi jökullinn myndi því aðeins setjast jökull á Bárðarbungu, Grímsfjall, Kverkfjöll og Öræfajökul við núverandi loftslag. Nú rís jökulskjöldurinn hins vegar hátt yfir botninn og um 60% af flatarmáli hans eru að jafnaði ofan snælínu; þar er safnsvæði jökulsins. Hann lifir því á eigin hæð. Þannig er ljóst að Vatnajökull myndaðist við mun kaldara loftslag en nú er hér á landi. Er talið að það hafi verið fyrir um 2500 árum.

Raunvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun hafa í samstarfi mælt afkomu Vatnajökuls hvert ár frá 1992. Á þeim tíma hefur hún sveiflast verulega. Fyrstu þrjú árin bætti jökullinn á sig sem nam 2,4 m af vatni jafndreifðu yfir hann allan. Næstu sex ár rýrnaði hann samanlangt um 3,1 m (0,5 m á ári). Á öllu tímabilinu, níu árum, rýrnaði hann því um 0,75 m (eða 6 km3 sem er 0,15% af heildarrúmmmáli hans). Á þessum árum sveiflaðist snælína frá 1000 m hæð upp í 1400 m og stærð safnsvæðis frá 80% til 40% af flatarmáli jökulsins. Loks skal nefnt að rýr afkoma jökulsins nokkur síðustu ár hefur verið vegna lítillar snjókomu frekar en hlýrra sumra.

Víkjum þá að spurningunni um hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum. Fyrst skal bent á að Vatnajökull gæti enst nokkrar aldir þótt hann rýrni tæpan metra á áratug eins og hann gerði undir lok 20. aldar. Rýrni hann hins vegar jafnhratt og á árunum eftir miðjan tíunda áratuginn myndi hann láta mjög á sjá á næstu tveimur öldum. Rýrnunin ykist hratt eftir því sem jökullinn lækkaði. Líkanareikningar benda til þess að skriðjöklarnir sunnan í jöklinum (Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull) myndu eyðast fyrst en norður- og vesturhlutinn (Brúarjökull, Dyngjujökull og Síðujökull) endast lengur. Þá gæti Breiðamerkurjökull hopað upp um 20 km á næstu tveimur öldum, upp að rótum Esjufjalla og þangað næði Jökulsárlón. Hlýni á næstu áratugum, eins og margir loftslagsfræðingar spá, eða snjósöfnun bregst vegna þess að lægðabrautir flytjast til, yrði rýrnunun Vatnajökuls enn hraðari. Fari svo gæti verið fæddur hér á landi sá sem fyrstur siglir til Esjufjalla.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

24.9.2001

Spyrjandi

Sveinn Sigurbjörnsson

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?“ Vísindavefurinn, 24. september 2001. Sótt 6. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1879.

Helgi Björnsson. (2001, 24. september). Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1879

Helgi Björnsson. „Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2001. Vefsíða. 6. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1879>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?
Áður en við ræðum hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum þarf að lýsa honum með nokkrum orðum. Vatnajökull er rúmlega 8000 km2 að flatarmáli og tæplega 500 m þykkur að meðaltali, en mest er hann 950 m þykkur. Hann hvílir á hásléttu sem er að mestu í 600-800 m hæð, en botn fer niður fyrir sjávarmál og hæstu fjöll undir honum ná í 1800- 2000 m hæð. Þó rís aðeins um 10% af botni hans yfir 1100 m hæð sem markar hæð snælínu á honum sunnanverðum. Hyrfi jökullinn myndi því aðeins setjast jökull á Bárðarbungu, Grímsfjall, Kverkfjöll og Öræfajökul við núverandi loftslag. Nú rís jökulskjöldurinn hins vegar hátt yfir botninn og um 60% af flatarmáli hans eru að jafnaði ofan snælínu; þar er safnsvæði jökulsins. Hann lifir því á eigin hæð. Þannig er ljóst að Vatnajökull myndaðist við mun kaldara loftslag en nú er hér á landi. Er talið að það hafi verið fyrir um 2500 árum.

Raunvísindastofnun Háskólans og Landsvirkjun hafa í samstarfi mælt afkomu Vatnajökuls hvert ár frá 1992. Á þeim tíma hefur hún sveiflast verulega. Fyrstu þrjú árin bætti jökullinn á sig sem nam 2,4 m af vatni jafndreifðu yfir hann allan. Næstu sex ár rýrnaði hann samanlangt um 3,1 m (0,5 m á ári). Á öllu tímabilinu, níu árum, rýrnaði hann því um 0,75 m (eða 6 km3 sem er 0,15% af heildarrúmmmáli hans). Á þessum árum sveiflaðist snælína frá 1000 m hæð upp í 1400 m og stærð safnsvæðis frá 80% til 40% af flatarmáli jökulsins. Loks skal nefnt að rýr afkoma jökulsins nokkur síðustu ár hefur verið vegna lítillar snjókomu frekar en hlýrra sumra.

Víkjum þá að spurningunni um hve hratt Vatnajökull gæti bráðnað á komandi árum. Fyrst skal bent á að Vatnajökull gæti enst nokkrar aldir þótt hann rýrni tæpan metra á áratug eins og hann gerði undir lok 20. aldar. Rýrni hann hins vegar jafnhratt og á árunum eftir miðjan tíunda áratuginn myndi hann láta mjög á sjá á næstu tveimur öldum. Rýrnunin ykist hratt eftir því sem jökullinn lækkaði. Líkanareikningar benda til þess að skriðjöklarnir sunnan í jöklinum (Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull) myndu eyðast fyrst en norður- og vesturhlutinn (Brúarjökull, Dyngjujökull og Síðujökull) endast lengur. Þá gæti Breiðamerkurjökull hopað upp um 20 km á næstu tveimur öldum, upp að rótum Esjufjalla og þangað næði Jökulsárlón. Hlýni á næstu áratugum, eins og margir loftslagsfræðingar spá, eða snjósöfnun bregst vegna þess að lægðabrautir flytjast til, yrði rýrnunun Vatnajökuls enn hraðari. Fari svo gæti verið fæddur hér á landi sá sem fyrstur siglir til Esjufjalla.

...