Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?

Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn.

Finnska er ekki indóevrópskt mál heldur telst hún til finnsk-úgrísku málaættarinnar. Í finnsku liggur áhersla einnig á fyrsta atkvæði en engin tengsl eru talin milli finnsku og íslensku hvað þetta snertir heldur mun einungis um tilviljun að ræða.Mynd: HB

Útgáfudagur

28.9.2001

Spyrjandi

Sigurður Karlsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?“ Vísindavefurinn, 28. september 2001. Sótt 17. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1884.

Guðrún Kvaran. (2001, 28. september). Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1884

Guðrún Kvaran. „Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2001. Vefsíða. 17. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1884>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Andri Stefánsson

1972

Andri Stefánsson er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Andra hafa einkum beinst að efnafræði jarðhitavatns, samspili vatns og bergs, eðlisefnafræði jarðhitavökva og uppruna og hringrás rokgjarnra efna í jarðskorpunni.