Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?

ÖJ

Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík!

Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra Danmörku og því eru þetta ekki höfuðborgir í orðsins fyllstu merkingu. Þar sem þessir bæir hafa auk þess hvor um sig um 15.000 íbúa, kemur í ljós að þeir eru fjölmennari en höfuðborgir nokkurra sjálfstæðra ríkja.

Þar á meðal eru San Marino, höfuðborg San Marino á Ítalíuskaga og Yaren, höfuðborg kyrrahafseyjunnar Nauru, hvor um sig með um 4.500 íbúa. Þess má þó geta að tveir bæir í San Marino eru stærri en höfuðborgin.

Að lokum má nefna Vatíkanið, með 850 íbúa, en að vísu er bara einn bær í Vatíkaninu, sem er reyndar bara hverfi í Róm. Hann er því ekki höfuðborg neins nema sjálfs sín. Hins vegar má engu að síður vel halda því fram að Vatíkanið sé fámennasta höfuðborg í heimi.

Svo minnum við á laggott svar EMB um Furstadæmið Seborga sem sumir vilja sjálfsagt taka með í reikninginn þegar þessi mál eru rædd.

Heimildir:

Yaren: Gazetteer

San Marino: Gazetteer

Vatíkanið: Britannica

Færeyjar: randburg.com

Grænland: BritannicaMynd: vatican.va

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

5.10.2001

Spyrjandi

Þorvarður Pálsson

Tilvísun

ÖJ. „Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?“ Vísindavefurinn, 5. október 2001. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1892.

ÖJ. (2001, 5. október). Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1892

ÖJ. „Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2001. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1892>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða höfuðborg er fámennust í heiminum?
Þegar leitað er að minnstu höfuðborg heims á netinu, fær maður ýmis misjafnlega marktæk svör. Meðal annars rakst undirritaður á eina síða þar sem fullyrt var að það væri Reykjavík!

Annars staðar er því ýmist haldið fram að Þórshöfn í Færeyjum eða Nuuk á Grænlandi sé minnsta höfuðborgin, en þessi lönd tilheyra Danmörku og því eru þetta ekki höfuðborgir í orðsins fyllstu merkingu. Þar sem þessir bæir hafa auk þess hvor um sig um 15.000 íbúa, kemur í ljós að þeir eru fjölmennari en höfuðborgir nokkurra sjálfstæðra ríkja.

Þar á meðal eru San Marino, höfuðborg San Marino á Ítalíuskaga og Yaren, höfuðborg kyrrahafseyjunnar Nauru, hvor um sig með um 4.500 íbúa. Þess má þó geta að tveir bæir í San Marino eru stærri en höfuðborgin.

Að lokum má nefna Vatíkanið, með 850 íbúa, en að vísu er bara einn bær í Vatíkaninu, sem er reyndar bara hverfi í Róm. Hann er því ekki höfuðborg neins nema sjálfs sín. Hins vegar má engu að síður vel halda því fram að Vatíkanið sé fámennasta höfuðborg í heimi.

Svo minnum við á laggott svar EMB um Furstadæmið Seborga sem sumir vilja sjálfsagt taka með í reikninginn þegar þessi mál eru rædd.

Heimildir:

Yaren: Gazetteer

San Marino: Gazetteer

Vatíkanið: Britannica

Færeyjar: randburg.com

Grænland: BritannicaMynd: vatican.va...