E = m c2Hér er átt við svokallaðar fiseindir (e. neutrinos) sem víxlverka mjög lítið við annað efni og hafa löngum verið taldar hafa nær engan kyrrstöðumassa. Þær geysast um óravíddir geimsins nærri ljóshraða og þeirri hreyfingu fylgir orka. Þegar saman kemur fylgir orkunni síðan massi og þyngd. Þess vegna er talið að þessar eindir eigi drjúgan þátt í svokölluðu hulduefni sem stjarnvísindamenn nútímans hafa fundið vísbendingar um í geimnum. Til skamms tíma virtist sem þetta hulduefni kynni að vera nógu mikið og þétt til þess að það mundi að lokum snúa við útþenslu alheimsins. Nýjustu rannsóknir frá allra síðustu árum benda hins vegar til þess að svo sé ekki vegna langdrægs þankrafts eða fráhrindingarkrafts sem tengist svokölluðum heimsfasta og veldur því að þensla alheimsins mun halda áfram með auknum hraða. Er í þessu viðfangi talað um svonefnda hulduorku (dark energy). Um þetta má lesa í fróðlegri grein eftir Einar H. Guðmundsson í Morgunblaðinu 24. júní 2001. Þeir sem hafa búnað til að lesa PostScript-skrár geta nálgast greinina hér. Fjallað er nánar um ýmiss konar massa í alheiminum í svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hefur ljóseind massa og þyngd?, og í svörum sem þar er vísað til. En svarið við spurningunni er sem sagt rökstutt já: Það er til efni sem hefur þyngd eða massa og felur í sér orku en er á hinn bóginn nær ósýnilegt í þeim skilningi að það víxlverkar veikt við annað efni. Viðbót í ágúst 2014: Seinni hluti svarsins fjallar um viðfangsefni sem hafa verið ofarlega á baugi á síðustu áratugum. Breytingar og framfarir á þessu sviði eru örar og eru menn því hvattir til að kynna sér sem nýlegastar heimildir. -- ÞV
Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?
Útgáfudagur
5.10.2001
Spyrjandi
Hlynur Þór Antonsson
Tilvísun
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?“ Vísindavefurinn, 5. október 2001, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1894.
Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 5. október). Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1894
Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2001. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1894>.