Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?

Orðið kirkja er eitt fjölmargra orða sem bárust í norrænan orðaforða fyrir áhrif frá kristni. Orðið er notað í öllum norrænum málum, í færeysku kirkja, dönsku og norsku kirke, í sænsku kyrka og nýnorsku kyrkje. Til Norðurlanda hefur það borist frá vestur-germönskum málum, sennilega úr fornensku cirice, cyrice (e. church). Í fornháþýsku var notað kiricha (þ. Kirche) og í láþýsku kirika. Germönsku myndirnar eiga rætur að rekja til grísku kyriakón sem merkir eiginlega "það sem tilheyrir Drottni; Drottins hús".Mynd: HB

Útgáfudagur

5.10.2001

Spyrjandi

Eyþór Ingi Eyþórsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 5. október 2001. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=1896.

Guðrún Kvaran. (2001, 5. október). Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1896

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir kirkja þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2001. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1896>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.