Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðin í dönsku og ensku sem vísað er til í spurningunni eru birthday og fødselsdag og í þýsku er notað orðið Geburtstag. Í íslensku er til samsvarandi orð sem er fæðingardagur en fyrri liðurinn í öllum þremur orðunum (birth, fødsel, Geburt) merkir einmitt „fæðing“. Orðið fæðingardagur kemur fyrir þegar í fornu mál og hefur lifað góðu lífi allt til þessa dags.

Þegar spurt er um fæðingardag á íslensku er átt við mánaðardaginn þegar viðkomandi fæddist. Orðið afmæli er mun yngra. Það virðist koma fram snemma á 18. öld. Halldór Halldórsson skrifaði um orðið afmæli og birti í ritinu Örlög orðanna (1958:121-123).

Halldór telur frummerkingu orðsins vera „afmældur tími“ en síðar sé farið að nota það um daginn þegar afmörkunin fer fram. Þetta styður hann meðal annars með dæmi úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld. Skýringar þar eru á latínu en við afmæli stendur (í þýðingu Halldórs):
tími, sem við teljumst frá, en í rauninni fæðingarár reiknað frá einum fæðingardegi til annars.
Jón segir einnig:

tiltekinn tími, sem eitthvað er mælt frá, er notað um fæðingartíma, þegar hann ber upp á einhvern tiltekinn dag og mánuð í árinu eða er haldinn hátíðlegur
sem sýnir að hann hefur þekkt afmæli í þeirri merkingu sem nú er notuð.



Mynd: HB

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.10.2001

Spyrjandi

Sævar Ingþórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?“ Vísindavefurinn, 8. október 2001, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1899.

Guðrún Kvaran. (2001, 8. október). Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1899

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2001. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1899>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins afmæli? Af hverju er ekki notað svipað orð og til dæmis í ensku og dönsku?
Orðin í dönsku og ensku sem vísað er til í spurningunni eru birthday og fødselsdag og í þýsku er notað orðið Geburtstag. Í íslensku er til samsvarandi orð sem er fæðingardagur en fyrri liðurinn í öllum þremur orðunum (birth, fødsel, Geburt) merkir einmitt „fæðing“. Orðið fæðingardagur kemur fyrir þegar í fornu mál og hefur lifað góðu lífi allt til þessa dags.

Þegar spurt er um fæðingardag á íslensku er átt við mánaðardaginn þegar viðkomandi fæddist. Orðið afmæli er mun yngra. Það virðist koma fram snemma á 18. öld. Halldór Halldórsson skrifaði um orðið afmæli og birti í ritinu Örlög orðanna (1958:121-123).

Halldór telur frummerkingu orðsins vera „afmældur tími“ en síðar sé farið að nota það um daginn þegar afmörkunin fer fram. Þetta styður hann meðal annars með dæmi úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld. Skýringar þar eru á latínu en við afmæli stendur (í þýðingu Halldórs):
tími, sem við teljumst frá, en í rauninni fæðingarár reiknað frá einum fæðingardegi til annars.
Jón segir einnig:

tiltekinn tími, sem eitthvað er mælt frá, er notað um fæðingartíma, þegar hann ber upp á einhvern tiltekinn dag og mánuð í árinu eða er haldinn hátíðlegur
sem sýnir að hann hefur þekkt afmæli í þeirri merkingu sem nú er notuð.



Mynd: HB...