Gerð er grein fyrir þessu í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna er ekki hægt að ferðast á ljóshraða? Er ekki hægt að reyna að búa til vél sem getur það?, og í svörum sem þar er vísað til.
Vert er að taka vel eftir því að ljóshraðinn c er stór tala og annað veldi hans, c2, er enn miklu stærri. Þess vegna felst í jöfnunni að örlítil breyting á massa samsvarar verulegri breytingu á orku, og öfugt. Massabreytingin er oft ómælanlega lítil þó að orkubreyting sé umtalsverð.
Mynd: HB Bent er á góða umfjöllun NOVA um Einstein og hugmyndir hans.