Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?Hér er einnig svarað spurningu Þóreyjar Árnadóttur: „Á hvaða vikudegi voru 13. maí 1978 og 13. desember 1979?”

Í fyrra birtum við svar við spurningunni „Hvað er fingrarím?”. Þar er bent á leiðbeiningar sem Þorsteinn Sæmundsson hefur tekið saman, um hvernig finna má vikudag sem tiltekinn mánaðardag ber upp á.

Fyrir þá sem ekki eru tilbúnir að leggja á sig að læra fingrarím, sem við mælum þó eindregið með, má benda á að ýmis vefforit geta svarað svona spurningum fljótt og oftast örugglega. Dæmi um slíkt er forrit sem hér má finna.

Þar kemur fram að aðfangadag árið 1961 bar upp á sunnudag, 13. maí 1978 á laugardag og 13. desember 1979 á fimmtudag.Mynd um fingrarím: HB (smellið á myndina til að sjá skýringar Þorsteins Sæmundssonar).

Útgáfudagur

10.10.2001

Spyrjandi

Björn Guðmundsson

Höfundar

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?“ Vísindavefurinn, 10. október 2001. Sótt 22. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1904.

EÖÞ og ÞV. (2001, 10. október). Hvaða vikudagur var 24. des. 1961? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1904

EÖÞ og ÞV. „Hvaða vikudagur var 24. des. 1961?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2001. Vefsíða. 22. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1904>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigurður Reynir Gíslason

1957

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur hann rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eldgosa á loft, vatn og lífverur.