Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Spyrjandi benti ennfremur á að Danir nota ks í staðinn fyrir x.
Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefnist Fyrsta málfræðiritgerðin, er eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Höfundurinn setti sér það markmið að koma reglu á íslenska stafsetningu og notast við sem fæsta bókstafi. Honum þótti til dæmis óþarfi að nota allt latneska stafrófið og hafnaði hann því stöfunum x og z. Þeir stæðu báðir fyrir tvö hljóð og mætti í staðinn skrifa cs og ds. Fáir ritarar munu hafa farið eftir leiðbeiningunum í Fyrstu málfræðiritgerðinni og stafirnir x og z bárust því í íslenskt stafróf þegar í öndverðu.
Fram eftir öldum var nokkur óregla á hvort ritað var x, gs eða ks og stafasamböndin gátu staðið hvert fyrir annað þótt meginreglan hafi verið að halda þeim aðgreindum.
Þegar farið var að kenna stafsetningu á 19. öld voru samdar stafsetningarreglur til nota í skólum. Í Íslenzkum rjettritunarreglum eftir Halldór Kr. Friðriksson frá 1859 (bls. 208) er meðal annars sú regla sett fram um x að það skuli notað ef það er hluti stofns, en annars skuli skrifa gs eða ks eftir því sem við á. Þannig er skrifað lags ef það er eignarfall af lag, laks ef um er að ræða eignarfall af lak en lax ef um fiskinn er að ræða. Í fyrsta tilvikinu er -g- hluti stofns, í næsta er -k- hluti stofns en í því síðasta -x-. Þessi regla gildir í stafsetningu enn í dag.
Danir hafa valið þá leið að nota x fyrst og fremst í tökuorðum.
Guðrún Kvaran. „Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=191.
Guðrún Kvaran. (2000, 7. mars). Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=191
Guðrún Kvaran. „Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=191>.