Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er geisli allra reikistjarnanna?

EÖÞ

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði í handbókum og á netinu. Í Universe fáum við þessar upplýsingar:

ReikistjarnaGeisli (radíus)
Merkúríus2.440 km
Venus6.052 km
Jörðin6.378 km
Mars3.397 km
Júpíter71.492 km
Satúrnus60.268 km
Úranus25.559 km
Neptúnus24.764 km
Plútó1.150 km

Hafa verður í huga að þessi geisli á við lengdina frá miðju reikistjörnunnar að miðbaug, en þar sem þær eru ekki fullkomnar kúlur er geislinn frá miðbaug að pólum nokkru minni.

Fyrir þær reikistjörnur sem hafa ekki fast yfirborð verður að skilgreina yfirborðið á þeim stað þar sem efnisþéttleikinn nær vissu marki og í framhaldi af því er geislinn svo áætlaður.

Mest óvissa er um geisla Plútó sökum smæðar hans og fjarlægðar frá jörðu.

Meira má lesa um reikistjörnurnar með því að nota leitarvélina okkar.

Heimild:

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.




Teikning: HB

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.10.2001

Spyrjandi

Stefán Guðnason

Tilvísun

EÖÞ. „Hver er geisli allra reikistjarnanna?“ Vísindavefurinn, 16. október 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1912.

EÖÞ. (2001, 16. október). Hver er geisli allra reikistjarnanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1912

EÖÞ. „Hver er geisli allra reikistjarnanna?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1912>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er geisli allra reikistjarnanna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar eru því átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þess ber þó að geta að Plútó sjálfur hefur auðvitað ekkert breyst við þetta.


Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði í handbókum og á netinu. Í Universe fáum við þessar upplýsingar:

ReikistjarnaGeisli (radíus)
Merkúríus2.440 km
Venus6.052 km
Jörðin6.378 km
Mars3.397 km
Júpíter71.492 km
Satúrnus60.268 km
Úranus25.559 km
Neptúnus24.764 km
Plútó1.150 km

Hafa verður í huga að þessi geisli á við lengdina frá miðju reikistjörnunnar að miðbaug, en þar sem þær eru ekki fullkomnar kúlur er geislinn frá miðbaug að pólum nokkru minni.

Fyrir þær reikistjörnur sem hafa ekki fast yfirborð verður að skilgreina yfirborðið á þeim stað þar sem efnisþéttleikinn nær vissu marki og í framhaldi af því er geislinn svo áætlaður.

Mest óvissa er um geisla Plútó sökum smæðar hans og fjarlægðar frá jörðu.

Meira má lesa um reikistjörnurnar með því að nota leitarvélina okkar.

Heimild:

Kaufmann III, William J., og Freeman, Roger A., 1998. Universe.




Teikning: HB...