Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?

EÖÞ

Í æsku var flestum sagt að hljóðið sem heyrist þegar maður heldur kuðungi upp við eyrað sé hljóðið í hafinu. Svo er þó ekki, en hvað er það þá sem framkallar þetta hljóð?

Ein möguleg skýring er sú að hljóðið sé komið til vegna streymis andrúmslofts um kuðunginn. Við nánari athugun stenst það þó ekki. Ef við erum stödd í hljóðþéttu herbergi og prófum að hlusta á hljóðið í kuðungi þá heyrum við ekki neitt, jafnvel þó að andrúmsloft sé til staðar í herberginu.

Líklegasta skýringin á ölduhljóðinu í kuðungnum er sú að kuðungurinn magni upp umhverfishljóð sem við heyrum annars lítið eða ekkert í. Hann tekur þá við hljóðbylgjum, þær sveiflast inni í kuðungnum, sumar með magnandi víxlverkun en aðrar með eyðandi víxlverkun. Tíðni og styrkur hljóðsins breytist því og við heyrum nið sem líkist sjávarnið. Úkoman er svo mismunandi eftir kuðungum og styrk umhverfishljóða. „Öldugangurinn” í kuðungnum ætti því að vera meiri ef maður er staddur á fjölfarinni umferðargötu en ef maður væri heima í hljóðlátu herbergi.

Þeim lesendum sem vilja upplifa raunverulega þá rómantísku hugmynd að hljóðið sem heyrist sé frá sjónum, er bent á að fara einfaldlega niður að sjó með stóran kuðung og hlusta þar. Umhverfishljóðin í fjörunni ættu að vera að mestu leyti frá öldunum og því er með réttu hægt að segja að maður heyri sjávarniðinn í kuðungnum.

Svarið er að mestu þýtt og endursagt af vefsetrinu How stuff works.

Heimildir og frekara lesefni:

Svar við sömu spurningu á vef bandarískra skeljafræðinga

Svar við sömu spurningu á fræðsluvef Discovery sjónvarpsstöðvarinnar

Umfjöllun um málið á afþreyingarvefnum Emazing.

Grein af fræðsluvef New York Times
Mynd: HB

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.11.2001

Spyrjandi

Björn Kárason
Helgi Jónsson
Una María Magnúsdóttir, f. 1998

Tilvísun

EÖÞ. „Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2001. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1932.

EÖÞ. (2001, 1. nóvember). Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1932

EÖÞ. „Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2001. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1932>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heyrist sjávarhljóð ef haldið er á stórum kuðungi upp við eyra?
Í æsku var flestum sagt að hljóðið sem heyrist þegar maður heldur kuðungi upp við eyrað sé hljóðið í hafinu. Svo er þó ekki, en hvað er það þá sem framkallar þetta hljóð?

Ein möguleg skýring er sú að hljóðið sé komið til vegna streymis andrúmslofts um kuðunginn. Við nánari athugun stenst það þó ekki. Ef við erum stödd í hljóðþéttu herbergi og prófum að hlusta á hljóðið í kuðungi þá heyrum við ekki neitt, jafnvel þó að andrúmsloft sé til staðar í herberginu.

Líklegasta skýringin á ölduhljóðinu í kuðungnum er sú að kuðungurinn magni upp umhverfishljóð sem við heyrum annars lítið eða ekkert í. Hann tekur þá við hljóðbylgjum, þær sveiflast inni í kuðungnum, sumar með magnandi víxlverkun en aðrar með eyðandi víxlverkun. Tíðni og styrkur hljóðsins breytist því og við heyrum nið sem líkist sjávarnið. Úkoman er svo mismunandi eftir kuðungum og styrk umhverfishljóða. „Öldugangurinn” í kuðungnum ætti því að vera meiri ef maður er staddur á fjölfarinni umferðargötu en ef maður væri heima í hljóðlátu herbergi.

Þeim lesendum sem vilja upplifa raunverulega þá rómantísku hugmynd að hljóðið sem heyrist sé frá sjónum, er bent á að fara einfaldlega niður að sjó með stóran kuðung og hlusta þar. Umhverfishljóðin í fjörunni ættu að vera að mestu leyti frá öldunum og því er með réttu hægt að segja að maður heyri sjávarniðinn í kuðungnum.

Svarið er að mestu þýtt og endursagt af vefsetrinu How stuff works.

Heimildir og frekara lesefni:

Svar við sömu spurningu á vef bandarískra skeljafræðinga

Svar við sömu spurningu á fræðsluvef Discovery sjónvarpsstöðvarinnar

Umfjöllun um málið á afþreyingarvefnum Emazing.

Grein af fræðsluvef New York Times
Mynd: HB...