Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?

Valdimar Tr. Hafstein

Það er fullmikið sagt að fólk trúi því að storkurinn komi með börnin. Hér er um að ræða hefðbundna hugmynd sem stundum er haldið að börnum þegar fullorðnir nenna ekki að lýsa í smáatriðum hvernig börnin verða til. Sumir eru líka haldnir þeirri hugmynd að eitthvað sé óviðurkvæmilegt við samfarir karla og kvenna og það verði fyrir alla muni að halda þess konar blygðunarefnum leyndum fyrir börnum eins lengi og unnt er. Slík blygðunarsemi gagnvart börnum á, í löndum Evrópu og Ameríku, rætur að rekja til 19. aldarinnar, þegar hugmyndir um æskuna og sakleysi hennar mótuðust í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það var einmitt um sama leyti sem hugmyndin um að storkurinn kæmi með börnin varð útbreidd í þessum sömu löndum.

Þar með er þó ekki sagt að sagan um storkinn sé alveg út í loftið. Þvert á móti er hún aðeins lítillega dulbúin útfærsla á því hvernig börnin verða til. Storkurinn kemur víða fyrir í þjóðfræðaefni evrópskra landa, allt frá elstu tíð, og tengist oft frjósemi með einum eða öðrum hætti. Frá Póllandi er til dæmis sú hugmynd kunn frá síðari tímum að sjái ung kona stork á engi megi hún búast við að verða ólétt innan tíðar. Ef til vill tengist þessi hugmynd því að storkurinn er farfugl og í norðlægum löndum ber hann að garði að vori, um leið og frjósemin nær aftur yfirhöndinni í náttúrunni.

Hans Christian Andersen færði hugmyndirnar um storkinn og barnsburð í sögubúning árið 1838, í ævintýrinu Storkarnir. Þar segir meðal annars:
Við tjörn eina liggja öll lítil börn þar til storkurinn kemur og sækir þau til að koma þeim til foreldranna. Þar sem þau liggja við tjörnina dreymir þau yndislegri drauma en bíða þeirra síðar á ævinni.
Ævintýri H.C. Andersen nutu gríðarlegra vinsælda hjá evrópskri og amerískri millistétt og lögðu sitt af mörkum til að breiða út hugmyndir af þessu tagi.

Sá skilningur hefur verið lagður í hugmyndirnar um storkinn að með því að færa foreldrunum barnið leiki hann hlutverk ljósmóðurinnar. Ýmis rök má færa fyrir þessari túlkun og meðal annars hefur verið bent á skæri frá síðari hluta 19. aldar til að klippa á naflastrengi sem eru í laginu eins og storksgoggur. Slík skæri eru nú markaðssett sem tilvalin sængurgjöf í gjafavöruverslunum í Bandaríkjunum.

Hins vegar þarf maður ekki að vera sjálfur Freud til að sjá að storkurinn, þessi langleggjaði og hálslangi vaðfugl með sinn ávala, ílanga gogg er tilvalið reðurtákn. Að storkurinn skuli smeygja börnunum niður um strompinn staðfestir þessa skoðun, því þó að börnin komi að vísu út um leggöngin þegar þau fæðast, þá kviknar lífið einmitt þegar sæði fer inn um þau. Og þannig verða börnin víst til.



Mynd: TheStork.com

Höfundur

prófessor í þjóðfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.11.2001

Spyrjandi

Viktor Hrafn

Tilvísun

Valdimar Tr. Hafstein. „Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2001. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1936.

Valdimar Tr. Hafstein. (2001, 5. nóvember). Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1936

Valdimar Tr. Hafstein. „Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?“ Vísindavefurinn. 5. nóv. 2001. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1936>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heldur fólk að storkurinn komi með börnin?
Það er fullmikið sagt að fólk trúi því að storkurinn komi með börnin. Hér er um að ræða hefðbundna hugmynd sem stundum er haldið að börnum þegar fullorðnir nenna ekki að lýsa í smáatriðum hvernig börnin verða til. Sumir eru líka haldnir þeirri hugmynd að eitthvað sé óviðurkvæmilegt við samfarir karla og kvenna og það verði fyrir alla muni að halda þess konar blygðunarefnum leyndum fyrir börnum eins lengi og unnt er. Slík blygðunarsemi gagnvart börnum á, í löndum Evrópu og Ameríku, rætur að rekja til 19. aldarinnar, þegar hugmyndir um æskuna og sakleysi hennar mótuðust í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það var einmitt um sama leyti sem hugmyndin um að storkurinn kæmi með börnin varð útbreidd í þessum sömu löndum.

Þar með er þó ekki sagt að sagan um storkinn sé alveg út í loftið. Þvert á móti er hún aðeins lítillega dulbúin útfærsla á því hvernig börnin verða til. Storkurinn kemur víða fyrir í þjóðfræðaefni evrópskra landa, allt frá elstu tíð, og tengist oft frjósemi með einum eða öðrum hætti. Frá Póllandi er til dæmis sú hugmynd kunn frá síðari tímum að sjái ung kona stork á engi megi hún búast við að verða ólétt innan tíðar. Ef til vill tengist þessi hugmynd því að storkurinn er farfugl og í norðlægum löndum ber hann að garði að vori, um leið og frjósemin nær aftur yfirhöndinni í náttúrunni.

Hans Christian Andersen færði hugmyndirnar um storkinn og barnsburð í sögubúning árið 1838, í ævintýrinu Storkarnir. Þar segir meðal annars:
Við tjörn eina liggja öll lítil börn þar til storkurinn kemur og sækir þau til að koma þeim til foreldranna. Þar sem þau liggja við tjörnina dreymir þau yndislegri drauma en bíða þeirra síðar á ævinni.
Ævintýri H.C. Andersen nutu gríðarlegra vinsælda hjá evrópskri og amerískri millistétt og lögðu sitt af mörkum til að breiða út hugmyndir af þessu tagi.

Sá skilningur hefur verið lagður í hugmyndirnar um storkinn að með því að færa foreldrunum barnið leiki hann hlutverk ljósmóðurinnar. Ýmis rök má færa fyrir þessari túlkun og meðal annars hefur verið bent á skæri frá síðari hluta 19. aldar til að klippa á naflastrengi sem eru í laginu eins og storksgoggur. Slík skæri eru nú markaðssett sem tilvalin sængurgjöf í gjafavöruverslunum í Bandaríkjunum.

Hins vegar þarf maður ekki að vera sjálfur Freud til að sjá að storkurinn, þessi langleggjaði og hálslangi vaðfugl með sinn ávala, ílanga gogg er tilvalið reðurtákn. Að storkurinn skuli smeygja börnunum niður um strompinn staðfestir þessa skoðun, því þó að börnin komi að vísu út um leggöngin þegar þau fæðast, þá kviknar lífið einmitt þegar sæði fer inn um þau. Og þannig verða börnin víst til.



Mynd: TheStork.com ...