Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?

Erla Kristjánsdóttir

Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi?

Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr heili þess yfir hæfileikum til að læra hvaða tungumál sem er en þau eru yfir 3000. Þegar samskipti barnsins við málumhverfi þess hefjast þekkir heilinn viðkomandi hljóð og styrkir þau en veikir önnur sem ekki eiga við.Börn hafa meðfædda hæfileika til að læra en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað og hvernig þau læra.

Lengi vel vissu menn lítið um starfsemi heilans en með þróun tækninnar hefur rannsóknum fleygt fram og niðurstöður þeirra hafa varpað nýju ljósi á þetta stórkostlega líffæri. Engir tveir heilar eru nákvæmlega eins, og hver einstaklingur hefur sína sérstöku hæfileika. Umhverfið ræður síðan miklu um það hvort og þá hvernig þeir þroskast.

Frá því að skólar voru stofnaðir hefur hvert samfélag ákvarðað hvaða hæfileika mannsins eigi að leggja rækt við. Bóknám hefur lengi verið í öndvegi hjá vestrænum þjóðum og þeir sem eiga gott með það hafa fengið að njóta sín. En hæfileikar mannsins liggja einnig á öðrum sviðum, til dæmis verklegum og listrænum, en þeir hæfileikar hafa ekki verið eins hátt metnir í skyldunámi. Í raun má segja að hefðbundið skólastarf leyfi ekki nema takmörkuðum hæfileikum mannsins að njóta sín sem skyldi. Of mikil áhersla á bóknám getur valdið vanlíðan hjá þeim sem búa yfir sterkari hæfileikum á öðrum sviðum og meðal annars kynnt undir skólaleiða og áhugaleysi.

Persónugerð hvers og eins og félags- og tilfinningaþroski getur haft mikið að segja um hvernig einstaklingar svara þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra af samfélaginu. Allir hafa þörf fyrir að þroska hæfileika sína, vera metnir að verðleikum og fá hvatningu úr umhverfi sínu frá fjölskyldu, kennurum, vinum og öðrum sem máli skipta, og finna að þeir eru mikilvægur hluti af stærri heild.

Mynd: Canada.com. Sótt 30. 10. 2008.

Höfundur

lektor við menntavísindasvið HÍ

Útgáfudagur

7.11.2001

Spyrjandi

Hildur Jónsdóttir, f. 1988
Kristín Þórisdóttir

Tilvísun

Erla Kristjánsdóttir. „Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?“ Vísindavefurinn, 7. nóvember 2001. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1940.

Erla Kristjánsdóttir. (2001, 7. nóvember). Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1940

Erla Kristjánsdóttir. „Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?“ Vísindavefurinn. 7. nóv. 2001. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1940>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna gengur sumum betur í námi en öðrum?
Hér er einnig svarað spurningu Kristínar: Hver eru helstu mótunaröflin í námi?

Nám er flókið samspil líffræðilegra eiginleika og umhverfis. Maðurinn hefur meðfædda hæfileika til að læra eins og skýrt kemur fram hjá ungum börnum en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað hann lærir og hvernig. Þegar barn fæðist býr heili þess yfir hæfileikum til að læra hvaða tungumál sem er en þau eru yfir 3000. Þegar samskipti barnsins við málumhverfi þess hefjast þekkir heilinn viðkomandi hljóð og styrkir þau en veikir önnur sem ekki eiga við.Börn hafa meðfædda hæfileika til að læra en umhverfið hefur mikil áhrif á hvað og hvernig þau læra.

Lengi vel vissu menn lítið um starfsemi heilans en með þróun tækninnar hefur rannsóknum fleygt fram og niðurstöður þeirra hafa varpað nýju ljósi á þetta stórkostlega líffæri. Engir tveir heilar eru nákvæmlega eins, og hver einstaklingur hefur sína sérstöku hæfileika. Umhverfið ræður síðan miklu um það hvort og þá hvernig þeir þroskast.

Frá því að skólar voru stofnaðir hefur hvert samfélag ákvarðað hvaða hæfileika mannsins eigi að leggja rækt við. Bóknám hefur lengi verið í öndvegi hjá vestrænum þjóðum og þeir sem eiga gott með það hafa fengið að njóta sín. En hæfileikar mannsins liggja einnig á öðrum sviðum, til dæmis verklegum og listrænum, en þeir hæfileikar hafa ekki verið eins hátt metnir í skyldunámi. Í raun má segja að hefðbundið skólastarf leyfi ekki nema takmörkuðum hæfileikum mannsins að njóta sín sem skyldi. Of mikil áhersla á bóknám getur valdið vanlíðan hjá þeim sem búa yfir sterkari hæfileikum á öðrum sviðum og meðal annars kynnt undir skólaleiða og áhugaleysi.

Persónugerð hvers og eins og félags- og tilfinningaþroski getur haft mikið að segja um hvernig einstaklingar svara þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra af samfélaginu. Allir hafa þörf fyrir að þroska hæfileika sína, vera metnir að verðleikum og fá hvatningu úr umhverfi sínu frá fjölskyldu, kennurum, vinum og öðrum sem máli skipta, og finna að þeir eru mikilvægur hluti af stærri heild.

Mynd: Canada.com. Sótt 30. 10. 2008....