Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hvað er osmósa?

Ágúst Kvaran

Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa átt sér stað þegar tvær missterkar lausnir eru aðskildar með sértækri himnu af einhverju tagi. Þá leita sameindir úr lausn með hærri styrk í lausn með lægri styrk. Sértækni himna getur verið með ýmsum hætti. Til eru himnur sem hindra flæði sameinda háð stærð þeirra eða hleðslu jóna, svo nokkuð sé nefnt.

Dæmi um osmósu er flæði vatnssameinda úr hreinu vatni yfir í lausn sem inniheldur prótín uppleyst í vatni þar sem vatnið og lausnin eru aðgreind með himnu sem einungis hleypir vatnssameindum í gegn en ekki prótínsameindum vegna stærðar þeirra. Svokallaður osmósu-þrýstingur er einkennandi fyrir viðkomandi kerfi. Hann er unnt að ákvarða með eftirfarandi hætti. Ef lausn og leysir eru aðskilin með sértækri himnu líkt og sýnt er á meðfylgjandi mynd leitar leysiefnið yfir í lausnina með þeim afleiðingum að yfirborð lausnarinnar hækkar (og yfirborð leysiefnisins lækkar). Við það eykst þrýstingur vökvasúlu lausnarinnar. Þrýstingur vökvasúlunnar vinnur gegn osmósuflæðinu uns jafnvægi milli flæðisins og vökvaþrýstingsins kemst á. Þá rís vökvayfirborðið ekki meira og þrýstingur vökvasúlunnar sem þá ríkir nefnist osmósuþrýstingur.

Osmósa er algeng í lífríkinu og getur átt sér stað þar sem ólíkar lausnir eru aðskildar með lífrænum himnum, svo sem frumuhimnum eða himnuveggjum frumulíffæra. Osmósa gegnir þannig mikilvægu hlutverki við stjórnun á vatnsflæði í ýmsum lífkerfum. Dæmi um nothæfa himnu fyrir osmósu er þunna himnan næst egjaskurni inni í eggi. Sú himna hleypir einmitt vatni í gegn en ekki stórum lífrænum prótínsameindum eggjahvítunnar.

Heimildir

http://www.holland.isd.tenet.edu/ms/sci/cp/8th/starch/osmosis.html

D.W.A. Sharp, The Penguin Dictionary of Chemistry, Penguin Books, 1983.

P.W. Atkins, Physical Chemistry, 6. útg., Oxford University Press, 1999.

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

9.11.2001

Spyrjandi

Elísabet Georgsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir,
Kristín Valgeirsdóttir

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvað er osmósa?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2001. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1944.

Ágúst Kvaran. (2001, 9. nóvember). Hvað er osmósa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1944

Ágúst Kvaran. „Hvað er osmósa?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2001. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1944>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er osmósa?
Þegar leysiefni og lausn eru aðskilin með himnu sem einungis hleypir í gegn um sig sameindum leysiefnisins leitast viðkomandi sameindir til að fara frá leysiefninu yfir í lausnina. Við það þynnist lausnin, þ.e. styrkur uppleysta efnisins í lausninni minnkar. Fyrirbæri þetta nefnist osmósa. Almennt getur osmósa átt sér stað þegar tvær missterkar lausnir eru aðskildar með sértækri himnu af einhverju tagi. Þá leita sameindir úr lausn með hærri styrk í lausn með lægri styrk. Sértækni himna getur verið með ýmsum hætti. Til eru himnur sem hindra flæði sameinda háð stærð þeirra eða hleðslu jóna, svo nokkuð sé nefnt.

Dæmi um osmósu er flæði vatnssameinda úr hreinu vatni yfir í lausn sem inniheldur prótín uppleyst í vatni þar sem vatnið og lausnin eru aðgreind með himnu sem einungis hleypir vatnssameindum í gegn en ekki prótínsameindum vegna stærðar þeirra. Svokallaður osmósu-þrýstingur er einkennandi fyrir viðkomandi kerfi. Hann er unnt að ákvarða með eftirfarandi hætti. Ef lausn og leysir eru aðskilin með sértækri himnu líkt og sýnt er á meðfylgjandi mynd leitar leysiefnið yfir í lausnina með þeim afleiðingum að yfirborð lausnarinnar hækkar (og yfirborð leysiefnisins lækkar). Við það eykst þrýstingur vökvasúlu lausnarinnar. Þrýstingur vökvasúlunnar vinnur gegn osmósuflæðinu uns jafnvægi milli flæðisins og vökvaþrýstingsins kemst á. Þá rís vökvayfirborðið ekki meira og þrýstingur vökvasúlunnar sem þá ríkir nefnist osmósuþrýstingur.

Osmósa er algeng í lífríkinu og getur átt sér stað þar sem ólíkar lausnir eru aðskildar með lífrænum himnum, svo sem frumuhimnum eða himnuveggjum frumulíffæra. Osmósa gegnir þannig mikilvægu hlutverki við stjórnun á vatnsflæði í ýmsum lífkerfum. Dæmi um nothæfa himnu fyrir osmósu er þunna himnan næst egjaskurni inni í eggi. Sú himna hleypir einmitt vatni í gegn en ekki stórum lífrænum prótínsameindum eggjahvítunnar.

Heimildir

http://www.holland.isd.tenet.edu/ms/sci/cp/8th/starch/osmosis.html

D.W.A. Sharp, The Penguin Dictionary of Chemistry, Penguin Books, 1983.

P.W. Atkins, Physical Chemistry, 6. útg., Oxford University Press, 1999.

...