Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?

Dagmar Kr. Hannesdóttir

Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur vera einkennandi fyrir börn á svipuðum aldri. Til dæmis eru flest börn hrædd við ókunnuga um átta mánaða aldur og frá níu mánaða aldri og þar til þau eru um tveggja og hálfs árs sýna börn yfirleitt einhvern kvíða þegar þau eru ekki í návist foreldra eða þess sem annast þau.

En þegar kvíði er orðinn óhóflega mikill, telst ekki eðlilegur fyrir aldur barnsins eða er farinn að há barninu í daglegu lífi, má segja að um kvíðaröskun sé að ræða. Einkenni kvíðaröskunar meðal barna eru yfirleitt þríþætt. Í fyrsta lagi eru líkamleg einkenni eins og ör hjartsláttur, mikill sviti, skjálfti, ógleði og svimi. Í öðru lagi fylgja kvíðaröskun tiltekin hegðunareinkenni, börnin gráta, sjúga þumalfingur eða naga neglur auk þess sem þau forðast ítrekað aðstæður sem valda þeim kvíða. Í þriðja lagi fylgir svo ákveðinn hugsunarháttur gjarnan kvíða. Slíkur hugsunarháttur er hins vegar háður vitsmunaþroska barna og kemur því frekar fram hjá börnum á skólaaldri. Ofangreind einkenni ein og sér staðfesta ekki að um kvíðaröskun sé að ræða heldur þarf að setja þau í samhengi við aðstæður og atburði í lífi barnsins.

Yfirleitt er ekki talað um að börn sem eru aðeins þriggja ára séu haldin kvíðaröskun. Ef barn sem er svo ungt sýnir einhver kvíðaeinkenni í langan tíma, hvort sem það er við afmarkaðar aðstæður eða almennt, er nær að tala um að barnið sé með kvíðablandna skapgerð. Skapgerðareinkenni eru sýnileg allt frá fæðingu og því yfirleitt talin vera meðfædd, en einnig hafa tvíburarannsóknir stutt þá tilgátu að meðfæddir eiginleikar eigi allríkan þátt í skapgerð. Skapgerð er þó ekki óbreytanleg og fastmótuð, heldur persónueinkenni sem geta þróast með aldri og birtast í tilhneigingu manneskjunnar til að bregðist við á tiltekinn hátt.

Börn með kvíðablandna skapgerð sýna yfirleitt einhverjar hömlur í hegðun allt frá eins árs aldri. Í því felst að þau hræðast og forðast nýja hluti, nýjar aðstæður eða ókunnugt fólk og eiga erfitt með að aðlagast þeim. Þetta eru börn sem fólk kallar feimin, mjög varkár, tilbaka eða annað í svipuðum dúr.

Annað sem hefur áhrif á hversu öruggt barn er við nýjar aðstæður eru þau tilfinningatengsl sem það hefur myndað við móður eða þann sem annast það á fyrsta æviárinu. Rannsóknir á tilfinningatengslum benda til þess að börn sem mynda traust og samfelld tengsl verða öruggari við nýjar aðstæður, og sjálfstæðari og þrautseigari þegar þau eldast. Þetta er athyglisverð niðurstaða í ljósi þess að margir halda að börn sem fá mikla athygli og umhyggju verði ósjálfstæð og háð foreldrum sínum. Rannsóknir sýna því þveröfuga niðurstöðu. Því meiri hlýju og athygli sem barn fær, því sjálfstæðara verður barnið og síður háð foreldrum sínum að öllu jöfnu.

Tilfinningatengsl geta því skapað grundvöllinn fyrir því hversu auðvelt barn á með að aðlagast umhverfi sínu þegar það verður eldra. Margir sem hafa rannsakað tilfinningatengsl benda á að meðfætt lunderni barnsins kann að eiga nokkurn þátt í því hvernig tengsl myndast.

Þó að barn sé með kvíðablandna skapgerð er ekki víst að það þrói með sér kvíðaröskun. Börn með slíka skapgerð virðast hins vegar vera í meiri hættu en önnur að þessu leyti. Og vitaskuld aukast líkurnar á erfiðleikum ef aðstæður barnanna eru erfiðar, ef þau hafa myndað ótraust tilfinningatengsl eða orðið fyrir raski sem hefur langvarandi áhrif á þau. Þriggja ára barn getur því naumast verið með kvíðaröskun þótt það geti verið með kvíðablandna skapgerð sem gæti þróast út í kvíðaröskun seinna meir.

Meðferð er yfirleitt ekki beitt á svona ung börn. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir foreldra að fylgjast með því við hvaða aðstæður barnið sýnir kvíðaeinkenni, hvort sem það er við sérstakar aðstæður eða almennt og reyna ekki að hlífa barninu við þessum aðstæðum eða ofvernda það, heldur leiða það smám saman í gegnum þær og hjálpa því að takast á við þær. Kvíðinn getur aðeins versnað ef foreldrarnir hlífa barninu um of og barnið þarf aldrei að takast á við óttann.

Svarið er samið í samráði við Sigurð J. Grétarsson prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands.

Heimildir

Barrett, P.M. (2000), ?Treatment of childhood anxiety: Developmental aspects?, Clinical Psychology Review, 20 (4), 479-494.

Dworetzky, J.P. (1995), Human Development (2.útgáfa), New York: West Publishing Company.

Gelfand, D.M., Jenson, W.R., og Drew, C.J. (1982), Understanding child behavior disorders, New York: Holt, Rinehart and Winston.

Kendall, P.C., Chansky, T.E., Kane, M.T., Kim, R.S., Kortlander, E., Ronan, K.R., Sessa, M.F., og Siqueland, L. (1992), Anxiety disorders in youth: Cognitive-behavioral interventions, Boston: Allyn and Bacon.

Kohnstamm, G.A., Bates, J.E., og Rothbart, M.K. (1989), Temperament in childhood, New York: John Wiley & Sons.

Schmidt, L.A. og Schulkin, J. (1999), Extreme fear, shyness and social phobia, Oxford: Oxford University Press.Mynd: HB

Höfundur

nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

12.11.2001

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Dagmar Kr. Hannesdóttir. „Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2001, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1946.

Dagmar Kr. Hannesdóttir. (2001, 12. nóvember). Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1946

Dagmar Kr. Hannesdóttir. „Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2001. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1946>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?
Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur vera einkennandi fyrir börn á svipuðum aldri. Til dæmis eru flest börn hrædd við ókunnuga um átta mánaða aldur og frá níu mánaða aldri og þar til þau eru um tveggja og hálfs árs sýna börn yfirleitt einhvern kvíða þegar þau eru ekki í návist foreldra eða þess sem annast þau.

En þegar kvíði er orðinn óhóflega mikill, telst ekki eðlilegur fyrir aldur barnsins eða er farinn að há barninu í daglegu lífi, má segja að um kvíðaröskun sé að ræða. Einkenni kvíðaröskunar meðal barna eru yfirleitt þríþætt. Í fyrsta lagi eru líkamleg einkenni eins og ör hjartsláttur, mikill sviti, skjálfti, ógleði og svimi. Í öðru lagi fylgja kvíðaröskun tiltekin hegðunareinkenni, börnin gráta, sjúga þumalfingur eða naga neglur auk þess sem þau forðast ítrekað aðstæður sem valda þeim kvíða. Í þriðja lagi fylgir svo ákveðinn hugsunarháttur gjarnan kvíða. Slíkur hugsunarháttur er hins vegar háður vitsmunaþroska barna og kemur því frekar fram hjá börnum á skólaaldri. Ofangreind einkenni ein og sér staðfesta ekki að um kvíðaröskun sé að ræða heldur þarf að setja þau í samhengi við aðstæður og atburði í lífi barnsins.

Yfirleitt er ekki talað um að börn sem eru aðeins þriggja ára séu haldin kvíðaröskun. Ef barn sem er svo ungt sýnir einhver kvíðaeinkenni í langan tíma, hvort sem það er við afmarkaðar aðstæður eða almennt, er nær að tala um að barnið sé með kvíðablandna skapgerð. Skapgerðareinkenni eru sýnileg allt frá fæðingu og því yfirleitt talin vera meðfædd, en einnig hafa tvíburarannsóknir stutt þá tilgátu að meðfæddir eiginleikar eigi allríkan þátt í skapgerð. Skapgerð er þó ekki óbreytanleg og fastmótuð, heldur persónueinkenni sem geta þróast með aldri og birtast í tilhneigingu manneskjunnar til að bregðist við á tiltekinn hátt.

Börn með kvíðablandna skapgerð sýna yfirleitt einhverjar hömlur í hegðun allt frá eins árs aldri. Í því felst að þau hræðast og forðast nýja hluti, nýjar aðstæður eða ókunnugt fólk og eiga erfitt með að aðlagast þeim. Þetta eru börn sem fólk kallar feimin, mjög varkár, tilbaka eða annað í svipuðum dúr.

Annað sem hefur áhrif á hversu öruggt barn er við nýjar aðstæður eru þau tilfinningatengsl sem það hefur myndað við móður eða þann sem annast það á fyrsta æviárinu. Rannsóknir á tilfinningatengslum benda til þess að börn sem mynda traust og samfelld tengsl verða öruggari við nýjar aðstæður, og sjálfstæðari og þrautseigari þegar þau eldast. Þetta er athyglisverð niðurstaða í ljósi þess að margir halda að börn sem fá mikla athygli og umhyggju verði ósjálfstæð og háð foreldrum sínum. Rannsóknir sýna því þveröfuga niðurstöðu. Því meiri hlýju og athygli sem barn fær, því sjálfstæðara verður barnið og síður háð foreldrum sínum að öllu jöfnu.

Tilfinningatengsl geta því skapað grundvöllinn fyrir því hversu auðvelt barn á með að aðlagast umhverfi sínu þegar það verður eldra. Margir sem hafa rannsakað tilfinningatengsl benda á að meðfætt lunderni barnsins kann að eiga nokkurn þátt í því hvernig tengsl myndast.

Þó að barn sé með kvíðablandna skapgerð er ekki víst að það þrói með sér kvíðaröskun. Börn með slíka skapgerð virðast hins vegar vera í meiri hættu en önnur að þessu leyti. Og vitaskuld aukast líkurnar á erfiðleikum ef aðstæður barnanna eru erfiðar, ef þau hafa myndað ótraust tilfinningatengsl eða orðið fyrir raski sem hefur langvarandi áhrif á þau. Þriggja ára barn getur því naumast verið með kvíðaröskun þótt það geti verið með kvíðablandna skapgerð sem gæti þróast út í kvíðaröskun seinna meir.

Meðferð er yfirleitt ekki beitt á svona ung börn. Hins vegar er nauðsynlegt fyrir foreldra að fylgjast með því við hvaða aðstæður barnið sýnir kvíðaeinkenni, hvort sem það er við sérstakar aðstæður eða almennt og reyna ekki að hlífa barninu við þessum aðstæðum eða ofvernda það, heldur leiða það smám saman í gegnum þær og hjálpa því að takast á við þær. Kvíðinn getur aðeins versnað ef foreldrarnir hlífa barninu um of og barnið þarf aldrei að takast á við óttann.

Svarið er samið í samráði við Sigurð J. Grétarsson prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands.

Heimildir

Barrett, P.M. (2000), ?Treatment of childhood anxiety: Developmental aspects?, Clinical Psychology Review, 20 (4), 479-494.

Dworetzky, J.P. (1995), Human Development (2.útgáfa), New York: West Publishing Company.

Gelfand, D.M., Jenson, W.R., og Drew, C.J. (1982), Understanding child behavior disorders, New York: Holt, Rinehart and Winston.

Kendall, P.C., Chansky, T.E., Kane, M.T., Kim, R.S., Kortlander, E., Ronan, K.R., Sessa, M.F., og Siqueland, L. (1992), Anxiety disorders in youth: Cognitive-behavioral interventions, Boston: Allyn and Bacon.

Kohnstamm, G.A., Bates, J.E., og Rothbart, M.K. (1989), Temperament in childhood, New York: John Wiley & Sons.

Schmidt, L.A. og Schulkin, J. (1999), Extreme fear, shyness and social phobia, Oxford: Oxford University Press.Mynd: HB

...